Almannavarnir gefa út stormviðvörun

Óveður er víða um land
Óveður er víða um land mbl.is/Rax

Ekkert ferðaveður er á landinu, samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Norðan hvassviðri eða stormur er um nær allt land. Vaxandi ofankoma um landið norðanvert og má búast við að færð spillist þar þegar líður á daginn, samkvæmt frétt á vef Veðurstofunnar. 

Það er óveður á Vatnsskarði eystra en veður er heldur að lagast á Fjarðarheiðinni. Þar er þó enn mjög blint og mokstur í biðstöðu. Annarsstaðar á Austurlandi er viðunandi ferðaveður og vegir færir.

Ekkert ferðaveður er hins vegar á Suðausturlandi, frá Djúpavogi og raunar alveg vestur fyrir Vík. 

Éljagangur er á Norðurlandi vestra en ekki mikið farið að festa á vegi. Töluvert meiri úrkoma er við Eyjafjörð og í Þingeyjasýslum. Stórhríð er á Mývatnsöræfum og Hólasandi.

Vegir eru auðir á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum eru vegir að mestu auðir en farið er að élja. Mjög hvasst er á Bröttubrekku.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert