Tap hjá stjórnmálaflokkum

Frá fundi VG nýlega.
Frá fundi VG nýlega.

Tap á rekstri Vinstrihreyfingarinnar-grænu framboði nam 38,6 milljónum króna á árinu 2009, samkvæmt ársreikningi, sem flokkurinn hefur skilað til Ríkisendurskoðunar. 

Alls fékk flokkurinn rúma 1 milljón króna í styrki frá fyrirtækjum. Hæstu styrkirnir voru frá Högum og Icelandair Group, 300 þúsund krónur frá hvoru fyrirtæki. Félagsgjöld skiluðu flokknum 27,2 milljóna króna tekjum.

Tap var einnig á rekstri Borgarahreyfingarinnar á síðasta ári, eða sem nam rúmlega 6,7 milljónum króna. Flokkurinn fékk 850 þúsund krónur í styrki frá fyrirtækjum, þann hæsta frá Atlantsolíu eða 300 þúsund krónur. Þá námu framlög einstaklinga 832 þúsund krónum.

Vefur Ríkisendurskoðunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert