Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar

Hanna Birna hafði trú á nýjum vinnubrögðum óháð því hvort …
Hanna Birna hafði trú á nýjum vinnubrögðum óháð því hvort hún tilheyrði meiri- eða minnihluta. mbl.is/Kristinn

Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir að samstarfið við meirihlutann sem ræður borginni hafi ekki þróast með þeim hætti sem hún hefði viljað sjá.

„Verði ekki tekin ákveðnari skref í þessari sameiginlegu tilraun til aukins samstarfs og verði það ekki aukið eða formgert frekar á nýju ári, þá hafa forsendur auðvitað breyst með þeim hætti að við hljótum að endurskoða það og um leið hlýt ég að íhuga hvort rétt sé að ég starfi áfram sem forseti,“ segir Hanna Birna í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Því er það auðvitað spurning hvort þessi tilraun okkar vari lengur en til eins árs, eins og um var samið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert