Andaði að sér reyk

Húsið sem brann stóð við Suðurbraut framan við kirkjuna á …
Húsið sem brann stóð við Suðurbraut framan við kirkjuna á Hofsósi. Aðeins rústir eru nú eftir af húsinu. mynd/Gestur Þorsteinsson

Líðan mannsins sem bjargaðist úr brennandi húsi á Hofsósi í nótt er eftir atvikum góð, að sögn vakthafandi læknis á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki.

Maðurinn hlaut engin brunasár, en andaði að sér nokkrum reyk. Ekki eru þó nein merki um alvarlega reykeitrun.

Hann skarst nokkuð er hann braut sér leið út um glugga.

Maðurinn var einn í húsinu og vaknaði við reykskynjara á sjötta tímanum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögregluninni á Sauðárkróki hefur rannsókn á eldsupptökum farið fram  í dag. Grunur leikur á að eldurinn hafi átt upptök sín í raftækjum í eldhúsi hússins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert