Leiða líkur að synjun forsetans

Indefence-hópurinn skorar á forsetann að synja Icesave-lögunum staðfestingar með táknrænum …
Indefence-hópurinn skorar á forsetann að synja Icesave-lögunum staðfestingar með táknrænum hætti. Rax / Ragnar Axelsson

Líkur eru á því að íslenska þjóðin kjósi öðru sinni um Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu, í kjölfar þess að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjar lögunum staðfestingar. Þetta kemur fram á breska fjármálavefnum This is Money.

Rætt er við Jóhannes Skúlason, einn talsmanna Indefence-hópsins, sem segir Íslendinga enn vera að melta skilyrði nýja samningsins.

Metur Jóhannes viðhorfið á Íslandi svo að flestir Íslendingar séu fremur neikvæðir í garð samningsins.

Telur hann að Íslendingar muni nú að nýju draga þá ályktun að kosið skuli um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Viðtalið má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert