Skipum verði bannað að landa

Skip á makrílveiðum.
Skip á makrílveiðum. mbl.is/Ómar

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, er sögð hafa stigið fyrstu skrefin að því að banna íslenskum skipum að landa sínum makrílafla í ríkjum Evrópusambandsins.

Reuters-fréttastofan segir að Damanaki hafi óskað eftir fundi með framkvæmdastjóra EES fyrir 14. janúar á næsta ári til að ræða mögulegt löndunarbann. Þetta er haft eftir Oliver Drewes, talsmanni Damanaki.

„Miðað við mikilvægi málsins, þá teljum við að það eigi að stíga þetta skref sem fyrst,“ segir hann.

Það ríkir mikil óánægja meðal Evrópusambandsins, Breta og Norðmanna að að íslensk stjórnvöld hafi einhliða ákveðið að makrílkvóti íslenskra skipa verði 147.000 tonn á næsta ári árið 2011, en það er 17.000 tonnum meiri kvóti en á þessu ári.

Til viðbótar koma um 8.000 tonn sem voru eftir af kvóta þessa árs. Heildarmakrílveiðin getur því orðið nærri 155.000 tonn árið 2011. 

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert