Bannað að miðla eftirlitsmyndum

Persónuvernd hefur kveðið upp tvo úrskurði um að miðlun mynda úr eftirlitsmyndavélum af meintum búðaþjófum í verslunum í eigu Haga hf. annars vegar og Norvikur hf. hins vegar til félaga í þeirra eigu, hafi verið óheimil. 

Í úrskurðunum kemur m.a. fram að fyrirtækjunum sé heimilt að verja hendur sínar með því að viðhafa almennt eftirlit í þágu öryggis og eignavörslu, s.s. með notkun eftirlitsmyndavéla. Þau geti eftir því sem þörf krefur miðlað upplýsingum sem þannig fást um refsivert afhæfi, slys o.þ.h. til lögreglu. Uppljóstran sakamála og refsivarsla sé hins vegar á hendi lögreglu og það sé ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka það hlutverk að sér. Í báðum málunum var miðlun myndanna talin hafa verið félögunum óheimil.

Stórt safn mynda

Mál Haga, sem m.a. á verslunina Zöru í Kringlunni, kom til kasta Persónuverndar vegna kvörtunar konu yfir notkun mynda af henni í verslun Zöru. „Athugun á því máli leiddi ekki í ljós að til væru myndir af henni þar og taldi Persónuvernd þá ekki vera efni til sérstakrar umfjöllunar um mál konunnar. Var það þá fellt niður. Við rannsókn þess máls hafði hins vegar komið í ljós að hjá Högum fór fram umtalsverð vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga, þ.e. mynda af fólki sem talið var hafa hnuplað úr verslunum, og að Hagar hefðu m.a. sent slíkar myndir til Zöru. Ákvað Persónuvernd þá að kanna það nánar,“ segir í úrskurði Persónuverndar.

Starfsmenn Persónuverndar heimsóttu verslunina Zöru og öryggisdeild Haga og kom í ljós að í tölvu í verslun Zöru var margar myndir að finna. „Þá var einnig stórt safn mynda að finna hjá öryggisdeild Haga. Um var að ræða myndir úr eftirlitsmyndavélum. Í versluninni Zöru var rætt við yfirmenn. Að þeirra sögn höfðu myndirnar verið sendar þangað með rafrænum hætti frá Högum sem sagt var að héldi utan um upplýsingar um einstaklinga sem talið var að hefðu hnuplað úr verslunum,“ segir í úrskurðinum.

Í bréfi lögmanns Haga til Persónuverndar, sem ítarlega er rakið í úrskurði Persónuverndar, kemur m.a. fram að þjófnaður í verslunum sem heyra undir Haga sé vaxandi vandamál. Mikilvægt sé að viðhafa þetta eftirlit ekki síst vegna öryggis starfsfólks.

Myndir hengdar upp á veggi

Mál Norvikur bar þannig að, að Persónuvernd bárust kvartanir einstaklinga yfir notkun mynda af þeim í Nóatúnsverslunum, sem eru í eigu Norvikur. „Athugun Persónuverndar á málum þessara kvartenda leiddi ekki í ljós að unnið hefði verið með myndir af þeim. Voru því ekki talin efni til frekari umfjöllunar um þeirra mál. Við meðferð málanna hafði hins vegar komið í ljós að í umræddum verslunum var umtalsvert magn mynda af fólki sem talið var hafa tekið vörur ófrjálsri hendi. Í vettvangsheimsókn í Nóatúnsverslun að Hringbraut 121 reyndust allmargar myndir vera hengdar upp á veggi og í Nóatúni 18 var fjöldi mynda í harðspjaldamöppum. Myndirnar voru sagðar hafa komið frá Norvík hf.,“ segir í umfjöllun Persónuverndar.

Í bréfi Norvikur til Persónuverndar segir m.a. að verslunarstjóri í sérhverri verslun hafi aðgang að skjá sem sýnir lifandi myndir úr myndavélum í hans verslun, í þeim tilgangi að geta haft yfirsýn yfir það sem þar á sér stað hverju sinni, sjá þegar viðskiptavinur kemur inn í verslunina o.s.frv. Engin viðvarandi eða reglulega endurtekin vöktun eigi sér stað með þessum aðgangi verslunarstjóranna og hann sé ekki nýttur til neins konar eftirlits með einstaklingum.

Engin miðlun myndefnis úr umræddu eftirlitsmyndavélakerfi, eða upplýsingum um mál í tilefni af slíku, hafi verið miðlað til annarra félaga en þeirra sem eru í eigu Norvíkur hf.

Uppljóstrun sakamála á hendi lögreglu

Í úrskurði Persónuverndar í þessum málum segir að miðlun myndanna verði að uppfylla ákvæði laga um persónuvernd. Ekkert liggi fyrir um að miðlun myndanna eigi sér stoð í þeim lögum.

Vinnsla mynda úr eftirlitsmyndavélum geti hins vegar verið heimil að uppfylltum skilyrðum um myndefnivegna vöktunar „verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt er þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað, en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Að baki þessu ákvæði býr m.a. sú grunnregla íslensks réttar að uppljóstran sakamála og refsivarsla er á hendi lögreglu og það er t.d. ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka með einhverjum hætti að sér þetta hlutverk ríkisvaldsins,“ segir í niðurstöðu Persónuverndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fordæma lögbann sýslumanns

05:40 Gagnsæi, samtök gegn spillingu, fordæmir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media á málefni sem tengjast Glitni og forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni. Meira »

Í vímu á miklum hraða

05:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns á Vesturlandsvegi, við Úlfarsfell, sem reyndist aka á 113 km hraða þar sem heimilt er að keyra á 80 km/klst. Meira »

240 milljarða arðgreiðslur

05:30 Viðskiptabankarnir eru í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins. Meira »

Læknar svari fyrir mikla ávísun

05:30 Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir barnalækna verða að svara fyrir mikla lyfjaávísun til ungra barna. Meira »

Hálfrar aldar aldursmunur á oddvitum

05:30 Hálf öld skilur að elsta frambjóðandann í oddvitasæti fyrir alþingiskosningarnar og þann yngsta.  Meira »

Reglur um val og veitingu bastarður

05:30 „Núverandi reglur og valnefndarreglurnar sem áður giltu og ég tel að hafi verið mun betri eru til að sætta tvö sjónarmið, faglegheit og rétt sókna til að velja hvern sem er. Það er ekki hægt nema úr verði hálfgerður bastarður sem við verðum aldrei sátt við.“ Meira »

Öll undir sama þaki

05:30 Samiðn og iðnfélögin Byggiðn - Félag byggingamanna og Félag iðn- og tæknigreina hafa undirritað kaupsamning við Birtu lífeyrissjóð um kaup þessara félaga á eignarhlut lífeyrissjóðsins í Stórhöfða 31. Meira »

Kjaradeilur í fluginu þokast hægt

05:30 Hægt hefur miðað í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair að undanförnu.  Meira »

Bannað að pakka myntum heima

05:30 Fyrirtækið Arkiteo þurfti að afturkalla myntutöflur sem það hefur látið framleiða hjá Pharmarctica og láta farga í viðurvist heilbrigðisfulltrúa. Meira »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...