Bannað að miðla eftirlitsmyndum

Persónuvernd hefur kveðið upp tvo úrskurði um að miðlun mynda úr eftirlitsmyndavélum af meintum búðaþjófum í verslunum í eigu Haga hf. annars vegar og Norvikur hf. hins vegar til félaga í þeirra eigu, hafi verið óheimil. 

Í úrskurðunum kemur m.a. fram að fyrirtækjunum sé heimilt að verja hendur sínar með því að viðhafa almennt eftirlit í þágu öryggis og eignavörslu, s.s. með notkun eftirlitsmyndavéla. Þau geti eftir því sem þörf krefur miðlað upplýsingum sem þannig fást um refsivert afhæfi, slys o.þ.h. til lögreglu. Uppljóstran sakamála og refsivarsla sé hins vegar á hendi lögreglu og það sé ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka það hlutverk að sér. Í báðum málunum var miðlun myndanna talin hafa verið félögunum óheimil.

Stórt safn mynda

Mál Haga, sem m.a. á verslunina Zöru í Kringlunni, kom til kasta Persónuverndar vegna kvörtunar konu yfir notkun mynda af henni í verslun Zöru. „Athugun á því máli leiddi ekki í ljós að til væru myndir af henni þar og taldi Persónuvernd þá ekki vera efni til sérstakrar umfjöllunar um mál konunnar. Var það þá fellt niður. Við rannsókn þess máls hafði hins vegar komið í ljós að hjá Högum fór fram umtalsverð vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga, þ.e. mynda af fólki sem talið var hafa hnuplað úr verslunum, og að Hagar hefðu m.a. sent slíkar myndir til Zöru. Ákvað Persónuvernd þá að kanna það nánar,“ segir í úrskurði Persónuverndar.

Starfsmenn Persónuverndar heimsóttu verslunina Zöru og öryggisdeild Haga og kom í ljós að í tölvu í verslun Zöru var margar myndir að finna. „Þá var einnig stórt safn mynda að finna hjá öryggisdeild Haga. Um var að ræða myndir úr eftirlitsmyndavélum. Í versluninni Zöru var rætt við yfirmenn. Að þeirra sögn höfðu myndirnar verið sendar þangað með rafrænum hætti frá Högum sem sagt var að héldi utan um upplýsingar um einstaklinga sem talið var að hefðu hnuplað úr verslunum,“ segir í úrskurðinum.

Í bréfi lögmanns Haga til Persónuverndar, sem ítarlega er rakið í úrskurði Persónuverndar, kemur m.a. fram að þjófnaður í verslunum sem heyra undir Haga sé vaxandi vandamál. Mikilvægt sé að viðhafa þetta eftirlit ekki síst vegna öryggis starfsfólks.

Myndir hengdar upp á veggi

Mál Norvikur bar þannig að, að Persónuvernd bárust kvartanir einstaklinga yfir notkun mynda af þeim í Nóatúnsverslunum, sem eru í eigu Norvikur. „Athugun Persónuverndar á málum þessara kvartenda leiddi ekki í ljós að unnið hefði verið með myndir af þeim. Voru því ekki talin efni til frekari umfjöllunar um þeirra mál. Við meðferð málanna hafði hins vegar komið í ljós að í umræddum verslunum var umtalsvert magn mynda af fólki sem talið var hafa tekið vörur ófrjálsri hendi. Í vettvangsheimsókn í Nóatúnsverslun að Hringbraut 121 reyndust allmargar myndir vera hengdar upp á veggi og í Nóatúni 18 var fjöldi mynda í harðspjaldamöppum. Myndirnar voru sagðar hafa komið frá Norvík hf.,“ segir í umfjöllun Persónuverndar.

Í bréfi Norvikur til Persónuverndar segir m.a. að verslunarstjóri í sérhverri verslun hafi aðgang að skjá sem sýnir lifandi myndir úr myndavélum í hans verslun, í þeim tilgangi að geta haft yfirsýn yfir það sem þar á sér stað hverju sinni, sjá þegar viðskiptavinur kemur inn í verslunina o.s.frv. Engin viðvarandi eða reglulega endurtekin vöktun eigi sér stað með þessum aðgangi verslunarstjóranna og hann sé ekki nýttur til neins konar eftirlits með einstaklingum.

Engin miðlun myndefnis úr umræddu eftirlitsmyndavélakerfi, eða upplýsingum um mál í tilefni af slíku, hafi verið miðlað til annarra félaga en þeirra sem eru í eigu Norvíkur hf.

Uppljóstrun sakamála á hendi lögreglu

Í úrskurði Persónuverndar í þessum málum segir að miðlun myndanna verði að uppfylla ákvæði laga um persónuvernd. Ekkert liggi fyrir um að miðlun myndanna eigi sér stoð í þeim lögum.

Vinnsla mynda úr eftirlitsmyndavélum geti hins vegar verið heimil að uppfylltum skilyrðum um myndefnivegna vöktunar „verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt er þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað, en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Að baki þessu ákvæði býr m.a. sú grunnregla íslensks réttar að uppljóstran sakamála og refsivarsla er á hendi lögreglu og það er t.d. ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka með einhverjum hætti að sér þetta hlutverk ríkisvaldsins,“ segir í niðurstöðu Persónuverndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Jesú hitað upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í kommentakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...