Bannað að miðla eftirlitsmyndum

Persónuvernd hefur kveðið upp tvo úrskurði um að miðlun mynda úr eftirlitsmyndavélum af meintum búðaþjófum í verslunum í eigu Haga hf. annars vegar og Norvikur hf. hins vegar til félaga í þeirra eigu, hafi verið óheimil. 

Í úrskurðunum kemur m.a. fram að fyrirtækjunum sé heimilt að verja hendur sínar með því að viðhafa almennt eftirlit í þágu öryggis og eignavörslu, s.s. með notkun eftirlitsmyndavéla. Þau geti eftir því sem þörf krefur miðlað upplýsingum sem þannig fást um refsivert afhæfi, slys o.þ.h. til lögreglu. Uppljóstran sakamála og refsivarsla sé hins vegar á hendi lögreglu og það sé ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka það hlutverk að sér. Í báðum málunum var miðlun myndanna talin hafa verið félögunum óheimil.

Stórt safn mynda

Mál Haga, sem m.a. á verslunina Zöru í Kringlunni, kom til kasta Persónuverndar vegna kvörtunar konu yfir notkun mynda af henni í verslun Zöru. „Athugun á því máli leiddi ekki í ljós að til væru myndir af henni þar og taldi Persónuvernd þá ekki vera efni til sérstakrar umfjöllunar um mál konunnar. Var það þá fellt niður. Við rannsókn þess máls hafði hins vegar komið í ljós að hjá Högum fór fram umtalsverð vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga, þ.e. mynda af fólki sem talið var hafa hnuplað úr verslunum, og að Hagar hefðu m.a. sent slíkar myndir til Zöru. Ákvað Persónuvernd þá að kanna það nánar,“ segir í úrskurði Persónuverndar.

Starfsmenn Persónuverndar heimsóttu verslunina Zöru og öryggisdeild Haga og kom í ljós að í tölvu í verslun Zöru var margar myndir að finna. „Þá var einnig stórt safn mynda að finna hjá öryggisdeild Haga. Um var að ræða myndir úr eftirlitsmyndavélum. Í versluninni Zöru var rætt við yfirmenn. Að þeirra sögn höfðu myndirnar verið sendar þangað með rafrænum hætti frá Högum sem sagt var að héldi utan um upplýsingar um einstaklinga sem talið var að hefðu hnuplað úr verslunum,“ segir í úrskurðinum.

Í bréfi lögmanns Haga til Persónuverndar, sem ítarlega er rakið í úrskurði Persónuverndar, kemur m.a. fram að þjófnaður í verslunum sem heyra undir Haga sé vaxandi vandamál. Mikilvægt sé að viðhafa þetta eftirlit ekki síst vegna öryggis starfsfólks.

Myndir hengdar upp á veggi

Mál Norvikur bar þannig að, að Persónuvernd bárust kvartanir einstaklinga yfir notkun mynda af þeim í Nóatúnsverslunum, sem eru í eigu Norvikur. „Athugun Persónuverndar á málum þessara kvartenda leiddi ekki í ljós að unnið hefði verið með myndir af þeim. Voru því ekki talin efni til frekari umfjöllunar um þeirra mál. Við meðferð málanna hafði hins vegar komið í ljós að í umræddum verslunum var umtalsvert magn mynda af fólki sem talið var hafa tekið vörur ófrjálsri hendi. Í vettvangsheimsókn í Nóatúnsverslun að Hringbraut 121 reyndust allmargar myndir vera hengdar upp á veggi og í Nóatúni 18 var fjöldi mynda í harðspjaldamöppum. Myndirnar voru sagðar hafa komið frá Norvík hf.,“ segir í umfjöllun Persónuverndar.

Í bréfi Norvikur til Persónuverndar segir m.a. að verslunarstjóri í sérhverri verslun hafi aðgang að skjá sem sýnir lifandi myndir úr myndavélum í hans verslun, í þeim tilgangi að geta haft yfirsýn yfir það sem þar á sér stað hverju sinni, sjá þegar viðskiptavinur kemur inn í verslunina o.s.frv. Engin viðvarandi eða reglulega endurtekin vöktun eigi sér stað með þessum aðgangi verslunarstjóranna og hann sé ekki nýttur til neins konar eftirlits með einstaklingum.

Engin miðlun myndefnis úr umræddu eftirlitsmyndavélakerfi, eða upplýsingum um mál í tilefni af slíku, hafi verið miðlað til annarra félaga en þeirra sem eru í eigu Norvíkur hf.

Uppljóstrun sakamála á hendi lögreglu

Í úrskurði Persónuverndar í þessum málum segir að miðlun myndanna verði að uppfylla ákvæði laga um persónuvernd. Ekkert liggi fyrir um að miðlun myndanna eigi sér stoð í þeim lögum.

Vinnsla mynda úr eftirlitsmyndavélum geti hins vegar verið heimil að uppfylltum skilyrðum um myndefnivegna vöktunar „verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt er þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað, en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Að baki þessu ákvæði býr m.a. sú grunnregla íslensks réttar að uppljóstran sakamála og refsivarsla er á hendi lögreglu og það er t.d. ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka með einhverjum hætti að sér þetta hlutverk ríkisvaldsins,“ segir í niðurstöðu Persónuverndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rán framið á Subway-stað

Í gær, 23:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem rændi skyndibitastaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Manninum tókst að hafa einhverja fjármuni á brott með sér samkvæmt frétt Vísir.is en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið. Meira »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

Í gær, 23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Í gær, 22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Í gær, 22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

Í gær, 21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

Í gær, 21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

Í gær, 21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

Í gær, 21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

Í gær, 20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

Í gær, 20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

Í gær, 20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

Í gær, 20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

Í gær, 20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

Í gær, 19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

Í gær, 19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

Í gær, 19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

Í gær, 19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

Í gær, 19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...