Styður hækkun skrásetningargjalda

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Heiðar Kristjánsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að krafa Háskóli Íslands um hækkun skrásetningargjalda sé sanngjörn. Hún sé liður í að standa vörð um gæði háskólastarfs.

 Þorgerður Katrín segir á heimasíðu sinni, að óskir Háskóla Íslands eigi ekki að koma fólki á óvart þegar ætlast er til að Háskóli Íslands taki inn í skólann hátt í 1000 fleiri nemendur án þess að hann fá neitt greitt fyrir það. Þetta þýði einfaldlega, ef ekkert er að gert, að menntamálayfirvöld ætli skólanum að slaka á gæðum.  

 
„Þessi ósk um hækkun innritunargjalda hefur legið fyrir nokkuð lengi af hálfu allra ríkisháskólanna. Samt var lítt gert með þá ósk. Á sínum tíma þegar gjöldin voru hækkuð í 45 þúsund krónur varð mikil umræða í þinginu. Töldu vinstri menn að sú hækkun ynni gegn jöfnum rétti til háskólanáms. Reynslan hefur sýnt hið gagnstæða. Sókn í háskólanám hefur aldrei verið meiri en á síðustu árum, þrátt fyrir innritunargjöldin. Eðlilegt er að þau hækki í takti við verðlag og vísitölu ekki síst þegar stjórnvöld virðast ekki styðja við skólanna sem skyldi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert