Sáu að sér í Icesave-deilunni

Eyjafjallajökull í ham. Forsetinn segir eldgosið hafa skapað mikinn áhuga ...
Eyjafjallajökull í ham. Forsetinn segir eldgosið hafa skapað mikinn áhuga á Íslandi. Ragnar Axelsson

„Það er að sjálfsögðu einfaldlega staðreynd [...] að núverandi stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa einnig viðurkennt að málið sem þau lögðu fyrir Ísland árið 2009 og á fyrri hluta 2010 var í grundvallaratriðum ósanngjarnt,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við BBC.

Forsetinn hóf áramótaviðtalið við BBC World Service á samantekt á árinu sem er að líða en endursögn þess birtist hér í lauslegri þýðingu á íslensku. 

„2010 hefur verið miklu betra ár fyrir Ísland en flestir bjuggust við. Í fyrsta lagi er staða efnahagsmála betri. Ferðamannatímabilið er það besta í sögunni. Ýmsum geirum efnahagslífsins gengur mjög vel. Og þótt eldgosið hafi valdið vandræðum, bæði hér og í öðrum ríkjum, tel ég, þegar alls er gætt, að það hafi opnað fyrir áhuga á sem var ekki til staðar áður.

Að sjálfsögðu höfum við gengið í gegnum betri ár en yfir höfuð hefur árið 2010 reynst mun betra en við héldum á þessum tíma fyrir ári.“

Eldfjallið hefur hljóðnað

Blaðamaður BBC World Service: „Hefur eldfallið hljóðnað alveg? (Has the volcano stopped completely)“

„Já. Það hefur hætt að gjósa, samkvæmt vísindamönnunum. Þeir hafa lagt fram þá klínísku greiningu að gosinu sé lokið. Eins og þú veist er Ísland mjög lifandi land, jarðfræðilega séð. Er leið á sumarið sáum við grænt gras spretta upp úr öskunni og bændurna endurheimta styrk sinn. Svo lífið gekk síðan sinn vanagang, eins og það hefur gert í gegnum aldirnar í baráttu okkar við náttúruöflin.“

Gosið skapaði geysilegan áhuga

- Hafði það neikvæð áhrif á hagkerfi landsins, sem var þegar undir nokkrum þrýstingi?

„Já, í nokkrar vikur, að teknu tilliti til þess að flugumferð í öðrum hlutum Evrópu hafði áhrif á Íslandi. En það hefur skapað svo geysilegan áhuga og vitund um fegurð og andstæður íslenskrar náttúru að þetta ár hefur verið eitt það besta í ferðaþjónustu frá upphafi.“ 

Mikil samstaða Íslendinga

- Hvað með bændurna sem reyndu að framfleyta sér á hæðunum í nágrenninu [þ.e. nágrenni Eyjafjallajökuls]. Eru þeir snúnir aftur til starfa?

„Já, að sjálfsögðu. Það skapaðist mikil samstaða í landinu og á svæðinu að því er varðar bændurna. Og að sjálfsögðu gera þeir sem búa á þessum býlum - og í sumum tilvikum hefur sama fjölskyldan verið búsett þar í hundruð ára - sér vel grein fyrir því að þeir búa á hættulegu svæði þar sem margt gerist; eldgos og jökulflóð. 

Svo að félagslega - og að vissu marki sálfræðilega - eru þeir búnir undir slíka atburði og þar af leiðandi, með hjálp björgunarsveita og íslensks samfélags, var þeim kleift að snúa aftur til venjubundinna starfa á nokkrum mánuðum.“

- Þú minntist á að ykkur hefði tekist að breiða yfir ágreininginn við Breta og Hollendinga vegna hruns Icebank [á við Icesave]. En það er undir þinginu komið - er það ekki? - hvort þessar skuldir verði endurgreiddar? 

„Nei. Ég sagði ekki að við hefðum breidd yfir ágreining okkar (e. glossed over our differences)!“

Viðurkenna að samningurinn var ósanngjarn 

- Þú virðist vera að gefa í skyn að Hollendingar og Bretar skilji Íslendinga nú betur?

„Það er að sjálfsögðu einfaldlega staðreynd að kröfurnar sem Bretar og Hollendingar lögðu fram, hvað varðar Ísland árið 2009, að núverandi stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa einnig viðurkennt að málið sem þau lögðu fyrir Ísland árið 2009 og á fyrri hluta 2010 var í grundvallaratriðum ósanngjarnt.“

- En það er einnig skuld sem á eftir að gjalda? (But money is still owing?)

„Ég hef aldrei viðurkennt setninguna „skuld sem á eftir að gjalda“ vegna þess að hér deila þjóðirnar þrjár ábyrgðinni og við skulum ekki gleyma því að bresk og hollensk stjórnvöld greiddu þetta fé út árið 2008 án þess að spyrja Íslendinga áður, í því skyni að vernda bankakerfið í eigin landi. Þess vegna, eins og hefur nú verið viðurkennt, af sérfræðingum og flestum fjölmiðlum sem hafa skoðað málið, snerist þetta mál ekki einfaldlega um útistandandi skuldir.“

Margar jákvæðar fréttir frá Íslandi

- Eldgos, endurgreiðslur skulda - ég minnist á neikvæðu fréttirnar sem hafa borist frá Íslandi í ár - geturðu nefnt eina jákvæða frétt sem hefur farið fram hjá mér?

„Það eru að sjálfsögðu margar jákvæðar fréttir í þessu landi. Þær hafa ef til vill ekki náð eyrum umheimsins. Á mörgum sviðum íslensks samfélags, í sjávarútvegi, orkugeiranum, upplýsingatækni og iðnaðar hefur árið verið mjög gott. Listalífið, menningarlífið okkar, hefur blómstrað.

Vísindamenn hafa skapað nýjar uppfinningar. Svo Ísland kemur út úr þessu ári með mörg svið samfélags, efnahagslífs og menningar í býsna góðu ástandi [...] samskipti okkar við umheiminn hafa verið framúrskarandi.“

Hægt að komast í snertingu við hið mannlega eðli

- Og eins og þú hefur sagt mér er Ísland land til að sækja heim á árinu 2011?

„Já, algjörlega! Það er áhugavert að á meðan ferðaþjónusta skuli vera í niðursveiflu í flestum ríkjum Evrópu hafa árin 2009 og 2010 verið þau bestu í ferðaþjónustu. Fólk er nú að uppgötva að á Íslandi má með mjög afslöppuðum og aðgengilegum hætti verða vitni að sköpun jarðarinnar, jöklunum, eldfjöllunum, svörtu söndunum, eyðimörkum hraunbreiðanna, vatnanna og ánna. Og þú getur raunverulega fundið fyrir mannlegu eðli þínu við krafta sköpunarinnar með hætti sem þú getur í raun hvergi annars staðar gert,“ sagði forsetinn að lokum í viðtalinu sem má nálgast hér.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Forsetinn segir mikla samstöðu hafa skapast á meðal þjóðarinnar með ...
Forsetinn segir mikla samstöðu hafa skapast á meðal þjóðarinnar með bændunum undir Eyjafjöllum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gerum skynsemi almenna

22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

„Þetta reddast“ ekki alltaf farsælt viðhorf

20:37 „Núverandi ríkisstjórnarsamstarf þriggja stærstu þingflokkanna á Alþingi byggist á sameiginlegri sýn ólíkra flokka sem hafa það markmið að vinna að ákveðnum lykilverkefnum sem koma Íslandi í fremstu röð.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, á Alþingi í kvöld. Meira »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Vanmeti hvað sé þjóðfélaginu til heilla

20:28 Lögbann á fjölmiðil korteri fyrir kosningar gengur gegn þeirri styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi. Þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í ræðu sinni á alþingi nú í kvöld Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...