Sáu að sér í Icesave-deilunni

Eyjafjallajökull í ham. Forsetinn segir eldgosið hafa skapað mikinn áhuga ...
Eyjafjallajökull í ham. Forsetinn segir eldgosið hafa skapað mikinn áhuga á Íslandi. Ragnar Axelsson

„Það er að sjálfsögðu einfaldlega staðreynd [...] að núverandi stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa einnig viðurkennt að málið sem þau lögðu fyrir Ísland árið 2009 og á fyrri hluta 2010 var í grundvallaratriðum ósanngjarnt,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við BBC.

Forsetinn hóf áramótaviðtalið við BBC World Service á samantekt á árinu sem er að líða en endursögn þess birtist hér í lauslegri þýðingu á íslensku. 

„2010 hefur verið miklu betra ár fyrir Ísland en flestir bjuggust við. Í fyrsta lagi er staða efnahagsmála betri. Ferðamannatímabilið er það besta í sögunni. Ýmsum geirum efnahagslífsins gengur mjög vel. Og þótt eldgosið hafi valdið vandræðum, bæði hér og í öðrum ríkjum, tel ég, þegar alls er gætt, að það hafi opnað fyrir áhuga á sem var ekki til staðar áður.

Að sjálfsögðu höfum við gengið í gegnum betri ár en yfir höfuð hefur árið 2010 reynst mun betra en við héldum á þessum tíma fyrir ári.“

Eldfjallið hefur hljóðnað

Blaðamaður BBC World Service: „Hefur eldfallið hljóðnað alveg? (Has the volcano stopped completely)“

„Já. Það hefur hætt að gjósa, samkvæmt vísindamönnunum. Þeir hafa lagt fram þá klínísku greiningu að gosinu sé lokið. Eins og þú veist er Ísland mjög lifandi land, jarðfræðilega séð. Er leið á sumarið sáum við grænt gras spretta upp úr öskunni og bændurna endurheimta styrk sinn. Svo lífið gekk síðan sinn vanagang, eins og það hefur gert í gegnum aldirnar í baráttu okkar við náttúruöflin.“

Gosið skapaði geysilegan áhuga

- Hafði það neikvæð áhrif á hagkerfi landsins, sem var þegar undir nokkrum þrýstingi?

„Já, í nokkrar vikur, að teknu tilliti til þess að flugumferð í öðrum hlutum Evrópu hafði áhrif á Íslandi. En það hefur skapað svo geysilegan áhuga og vitund um fegurð og andstæður íslenskrar náttúru að þetta ár hefur verið eitt það besta í ferðaþjónustu frá upphafi.“ 

Mikil samstaða Íslendinga

- Hvað með bændurna sem reyndu að framfleyta sér á hæðunum í nágrenninu [þ.e. nágrenni Eyjafjallajökuls]. Eru þeir snúnir aftur til starfa?

„Já, að sjálfsögðu. Það skapaðist mikil samstaða í landinu og á svæðinu að því er varðar bændurna. Og að sjálfsögðu gera þeir sem búa á þessum býlum - og í sumum tilvikum hefur sama fjölskyldan verið búsett þar í hundruð ára - sér vel grein fyrir því að þeir búa á hættulegu svæði þar sem margt gerist; eldgos og jökulflóð. 

Svo að félagslega - og að vissu marki sálfræðilega - eru þeir búnir undir slíka atburði og þar af leiðandi, með hjálp björgunarsveita og íslensks samfélags, var þeim kleift að snúa aftur til venjubundinna starfa á nokkrum mánuðum.“

- Þú minntist á að ykkur hefði tekist að breiða yfir ágreininginn við Breta og Hollendinga vegna hruns Icebank [á við Icesave]. En það er undir þinginu komið - er það ekki? - hvort þessar skuldir verði endurgreiddar? 

„Nei. Ég sagði ekki að við hefðum breidd yfir ágreining okkar (e. glossed over our differences)!“

Viðurkenna að samningurinn var ósanngjarn 

- Þú virðist vera að gefa í skyn að Hollendingar og Bretar skilji Íslendinga nú betur?

„Það er að sjálfsögðu einfaldlega staðreynd að kröfurnar sem Bretar og Hollendingar lögðu fram, hvað varðar Ísland árið 2009, að núverandi stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa einnig viðurkennt að málið sem þau lögðu fyrir Ísland árið 2009 og á fyrri hluta 2010 var í grundvallaratriðum ósanngjarnt.“

- En það er einnig skuld sem á eftir að gjalda? (But money is still owing?)

„Ég hef aldrei viðurkennt setninguna „skuld sem á eftir að gjalda“ vegna þess að hér deila þjóðirnar þrjár ábyrgðinni og við skulum ekki gleyma því að bresk og hollensk stjórnvöld greiddu þetta fé út árið 2008 án þess að spyrja Íslendinga áður, í því skyni að vernda bankakerfið í eigin landi. Þess vegna, eins og hefur nú verið viðurkennt, af sérfræðingum og flestum fjölmiðlum sem hafa skoðað málið, snerist þetta mál ekki einfaldlega um útistandandi skuldir.“

Margar jákvæðar fréttir frá Íslandi

- Eldgos, endurgreiðslur skulda - ég minnist á neikvæðu fréttirnar sem hafa borist frá Íslandi í ár - geturðu nefnt eina jákvæða frétt sem hefur farið fram hjá mér?

„Það eru að sjálfsögðu margar jákvæðar fréttir í þessu landi. Þær hafa ef til vill ekki náð eyrum umheimsins. Á mörgum sviðum íslensks samfélags, í sjávarútvegi, orkugeiranum, upplýsingatækni og iðnaðar hefur árið verið mjög gott. Listalífið, menningarlífið okkar, hefur blómstrað.

Vísindamenn hafa skapað nýjar uppfinningar. Svo Ísland kemur út úr þessu ári með mörg svið samfélags, efnahagslífs og menningar í býsna góðu ástandi [...] samskipti okkar við umheiminn hafa verið framúrskarandi.“

Hægt að komast í snertingu við hið mannlega eðli

- Og eins og þú hefur sagt mér er Ísland land til að sækja heim á árinu 2011?

„Já, algjörlega! Það er áhugavert að á meðan ferðaþjónusta skuli vera í niðursveiflu í flestum ríkjum Evrópu hafa árin 2009 og 2010 verið þau bestu í ferðaþjónustu. Fólk er nú að uppgötva að á Íslandi má með mjög afslöppuðum og aðgengilegum hætti verða vitni að sköpun jarðarinnar, jöklunum, eldfjöllunum, svörtu söndunum, eyðimörkum hraunbreiðanna, vatnanna og ánna. Og þú getur raunverulega fundið fyrir mannlegu eðli þínu við krafta sköpunarinnar með hætti sem þú getur í raun hvergi annars staðar gert,“ sagði forsetinn að lokum í viðtalinu sem má nálgast hér.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Forsetinn segir mikla samstöðu hafa skapast á meðal þjóðarinnar með ...
Forsetinn segir mikla samstöðu hafa skapast á meðal þjóðarinnar með bændunum undir Eyjafjöllum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

„Setur málin í undarlegt samhengi“

17:55 „Ég fór hvorki fram á lögbannið sjálfur, né átti aðild að þessu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um lögbann sem sett var frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Taskan í vélinni en eigandi ekki

17:40 Seinka þurfti flugtaki hjá vél flugfélagsins WOW air um rúmlega klukkustund í gærmorgun. Þegar vélin var komin út á flugbraut kom í ljós að farþegi sem hafði skráð tösku með í flugið var ekki um borð. Meira »

Össur segir kjósendur VG vilja í ESB

17:18 Össur Skarphéðinsson segir dauðafæri á ESB aðild fyrir Ísland í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann ræðir nýja könnun sem sýni að meirihluti kjósenda VG styðji aðild að ESB. Það skapi dauðafæri á ESB aðildarviðræðum. Meira »

Önnur vél send til að sækja farþega

17:29 Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél sem snúið var til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Við skoðun kom í ljós bilun kom í ljós í olíusíu í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Miðflokkurinn fær enga sérmeðferð

16:59 Miðflokkurinn mun ekki koma við sögu í neinum þeirra fjögurra málefnaþátta sem RÚV sýnir vegna komandi alþingiskosninga. „Ef við ætlum að setja upp sérstakar tökur fyrir Miðflokkinn værum við að brjóta jafnræði sem við erum að beita gagnvart öllum flokkum,“ segir Heiðar Örn, kosningaritstjóri RÚV. Meira »

Í varðhaldi vegna lífshættulegrar árásar

16:55 Hæstiréttur staðfesti í dag að karlmaður muni sæta gæsluvarðhaldi til 7. nóvember vegna hnífstungu­árás­ar í Æsu­felli í Breiðholti 3. október. Meira »

Slagveður suðvestanlands á morgun

15:51 Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Afar óheppileg tímasetning lögbanns

15:42 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni, út í hött. Meira »

„Óviðunandi í lýðræðisríki“

15:25 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður fjölmiðla á Íslandi, segir að fjölmiðlar eigi ekki að þola inngrip af hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórnarstefnu, efnistaka eða heimildarmanna sinna. „Slíkt er að minni hyggju óviðunandi í lýðræðisríki“. Meira »

Óþolandi árás á tjáningarfrelsið

15:22 PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, fordæma lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um tengsl stjórnmálamanna og fjármálastofnanna sem unnin er upp úr gögnum þrotabús Glitnis. Meira »

Styrkja þjónustu við þolendur ofbeldis

15:09 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri samtals 15 milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira »

Vél Primera snúið við vegna bilunar

15:23 Flugvél Primera Air Nordic var fyrr í dag snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

15:22 Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur ,rústrauður eða beige 100% visa raðgreiðslur.
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauður eða beige 100% visa raðgreiðslur. ...
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...