Sáu að sér í Icesave-deilunni

Eyjafjallajökull í ham. Forsetinn segir eldgosið hafa skapað mikinn áhuga ...
Eyjafjallajökull í ham. Forsetinn segir eldgosið hafa skapað mikinn áhuga á Íslandi. Ragnar Axelsson

„Það er að sjálfsögðu einfaldlega staðreynd [...] að núverandi stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa einnig viðurkennt að málið sem þau lögðu fyrir Ísland árið 2009 og á fyrri hluta 2010 var í grundvallaratriðum ósanngjarnt,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við BBC.

Forsetinn hóf áramótaviðtalið við BBC World Service á samantekt á árinu sem er að líða en endursögn þess birtist hér í lauslegri þýðingu á íslensku. 

„2010 hefur verið miklu betra ár fyrir Ísland en flestir bjuggust við. Í fyrsta lagi er staða efnahagsmála betri. Ferðamannatímabilið er það besta í sögunni. Ýmsum geirum efnahagslífsins gengur mjög vel. Og þótt eldgosið hafi valdið vandræðum, bæði hér og í öðrum ríkjum, tel ég, þegar alls er gætt, að það hafi opnað fyrir áhuga á sem var ekki til staðar áður.

Að sjálfsögðu höfum við gengið í gegnum betri ár en yfir höfuð hefur árið 2010 reynst mun betra en við héldum á þessum tíma fyrir ári.“

Eldfjallið hefur hljóðnað

Blaðamaður BBC World Service: „Hefur eldfallið hljóðnað alveg? (Has the volcano stopped completely)“

„Já. Það hefur hætt að gjósa, samkvæmt vísindamönnunum. Þeir hafa lagt fram þá klínísku greiningu að gosinu sé lokið. Eins og þú veist er Ísland mjög lifandi land, jarðfræðilega séð. Er leið á sumarið sáum við grænt gras spretta upp úr öskunni og bændurna endurheimta styrk sinn. Svo lífið gekk síðan sinn vanagang, eins og það hefur gert í gegnum aldirnar í baráttu okkar við náttúruöflin.“

Gosið skapaði geysilegan áhuga

- Hafði það neikvæð áhrif á hagkerfi landsins, sem var þegar undir nokkrum þrýstingi?

„Já, í nokkrar vikur, að teknu tilliti til þess að flugumferð í öðrum hlutum Evrópu hafði áhrif á Íslandi. En það hefur skapað svo geysilegan áhuga og vitund um fegurð og andstæður íslenskrar náttúru að þetta ár hefur verið eitt það besta í ferðaþjónustu frá upphafi.“ 

Mikil samstaða Íslendinga

- Hvað með bændurna sem reyndu að framfleyta sér á hæðunum í nágrenninu [þ.e. nágrenni Eyjafjallajökuls]. Eru þeir snúnir aftur til starfa?

„Já, að sjálfsögðu. Það skapaðist mikil samstaða í landinu og á svæðinu að því er varðar bændurna. Og að sjálfsögðu gera þeir sem búa á þessum býlum - og í sumum tilvikum hefur sama fjölskyldan verið búsett þar í hundruð ára - sér vel grein fyrir því að þeir búa á hættulegu svæði þar sem margt gerist; eldgos og jökulflóð. 

Svo að félagslega - og að vissu marki sálfræðilega - eru þeir búnir undir slíka atburði og þar af leiðandi, með hjálp björgunarsveita og íslensks samfélags, var þeim kleift að snúa aftur til venjubundinna starfa á nokkrum mánuðum.“

- Þú minntist á að ykkur hefði tekist að breiða yfir ágreininginn við Breta og Hollendinga vegna hruns Icebank [á við Icesave]. En það er undir þinginu komið - er það ekki? - hvort þessar skuldir verði endurgreiddar? 

„Nei. Ég sagði ekki að við hefðum breidd yfir ágreining okkar (e. glossed over our differences)!“

Viðurkenna að samningurinn var ósanngjarn 

- Þú virðist vera að gefa í skyn að Hollendingar og Bretar skilji Íslendinga nú betur?

„Það er að sjálfsögðu einfaldlega staðreynd að kröfurnar sem Bretar og Hollendingar lögðu fram, hvað varðar Ísland árið 2009, að núverandi stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa einnig viðurkennt að málið sem þau lögðu fyrir Ísland árið 2009 og á fyrri hluta 2010 var í grundvallaratriðum ósanngjarnt.“

- En það er einnig skuld sem á eftir að gjalda? (But money is still owing?)

„Ég hef aldrei viðurkennt setninguna „skuld sem á eftir að gjalda“ vegna þess að hér deila þjóðirnar þrjár ábyrgðinni og við skulum ekki gleyma því að bresk og hollensk stjórnvöld greiddu þetta fé út árið 2008 án þess að spyrja Íslendinga áður, í því skyni að vernda bankakerfið í eigin landi. Þess vegna, eins og hefur nú verið viðurkennt, af sérfræðingum og flestum fjölmiðlum sem hafa skoðað málið, snerist þetta mál ekki einfaldlega um útistandandi skuldir.“

Margar jákvæðar fréttir frá Íslandi

- Eldgos, endurgreiðslur skulda - ég minnist á neikvæðu fréttirnar sem hafa borist frá Íslandi í ár - geturðu nefnt eina jákvæða frétt sem hefur farið fram hjá mér?

„Það eru að sjálfsögðu margar jákvæðar fréttir í þessu landi. Þær hafa ef til vill ekki náð eyrum umheimsins. Á mörgum sviðum íslensks samfélags, í sjávarútvegi, orkugeiranum, upplýsingatækni og iðnaðar hefur árið verið mjög gott. Listalífið, menningarlífið okkar, hefur blómstrað.

Vísindamenn hafa skapað nýjar uppfinningar. Svo Ísland kemur út úr þessu ári með mörg svið samfélags, efnahagslífs og menningar í býsna góðu ástandi [...] samskipti okkar við umheiminn hafa verið framúrskarandi.“

Hægt að komast í snertingu við hið mannlega eðli

- Og eins og þú hefur sagt mér er Ísland land til að sækja heim á árinu 2011?

„Já, algjörlega! Það er áhugavert að á meðan ferðaþjónusta skuli vera í niðursveiflu í flestum ríkjum Evrópu hafa árin 2009 og 2010 verið þau bestu í ferðaþjónustu. Fólk er nú að uppgötva að á Íslandi má með mjög afslöppuðum og aðgengilegum hætti verða vitni að sköpun jarðarinnar, jöklunum, eldfjöllunum, svörtu söndunum, eyðimörkum hraunbreiðanna, vatnanna og ánna. Og þú getur raunverulega fundið fyrir mannlegu eðli þínu við krafta sköpunarinnar með hætti sem þú getur í raun hvergi annars staðar gert,“ sagði forsetinn að lokum í viðtalinu sem má nálgast hér.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Forsetinn segir mikla samstöðu hafa skapast á meðal þjóðarinnar með ...
Forsetinn segir mikla samstöðu hafa skapast á meðal þjóðarinnar með bændunum undir Eyjafjöllum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þaulvanur hrútaþuklari

20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

„Viljum hafa allt uppi á borðum“

16:15 „Við fórum yfir þetta hjá okkur og töldum öll framlög sem við þáðum vera lögum samkvæmt og skiluðum því inn til Ríkisendurskoðunar sem að gerði engar athugasemdir við þetta,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Fengu annað álit sérfræðinga í Noregi

15:46 Þrír lögreglumenn, sem komu að rannsókn á fingraförum sem fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur, báru vitni fyrir dómi nú fyrir skömmu. Samkvæmt fingrafarasérfræðingi hjá tæknideild lögreglunnar voru ekki til staðar nógu mörg einkenni í fingraförunum til að þau væru nothæf. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Fingrafar Thomasar á ökuskírteininu

15:55 Fingrafar Thomas­ar Møller Ol­sen fannst á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur sem sent var til rannsóknar á glæpadeild norsku lögreglunnar Kripos eftir að það fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar. Meira »

Styttist í fyrstu göngur og réttir

15:33 Fyrstu göngur í Eyjafjarðarsveit verða laugardaginn og sunnudaginn 2. og 3. september og helgina á eftir, 9. og 10. september. Meira »
Til sölu
LA-Z-BOY hægindastóll með mosagrænu mjög góðu áklæði, 5 ára, vel með farinn. Ver...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...