Sjómannaafsláttur lækkar um áramót

Sjómannaafsláttur lækkar um 25% um áramót.
Sjómannaafsláttur lækkar um 25% um áramót. Helgi Bjarnason

Sjómannafslátturinn verður lækkaður um 25% um áramót, en þetta er fyrsta skref af fjórum sem miðar að því að afnema afsláttinn. Um 6000 sjómenn nutu skattaafsláttar á þessu ári.

Ákvörðun um að afnema sjómannaafsláttinn var tekin á Alþingi fyrir einu ári. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að afslátturinn verði látinn fjara út á fjórum árum frá og með tekjuárinu 2011. Hann lækkar því um 25% árlega. Sjómannaafsláttur á að lækka úr 987 kr. fyrir hvern lögskráningardag niður í 740 kr. frá og með 1. janúar 2011. Síðan á afslátturinn að lækka aftur niður í 493 kr. árið 2012 og niður í 246 kr. árið 2013 og fellur síðan alfarið brott árið 2014.

Á aðalfundi Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness í dag var samþykkt að mæta verði afnámi sjómannaafsláttar af fullum þunga. „Það er alveg ljóst að sjómenn munu ekki sætta sig við þá kjaraskerðingu sem felst í afnámi sjómannaafsláttarins og gagnrýndu fundarmenn stjórnvöld harðlega fyrir þessa ákvörðun. Það gengur ekki upp að sjómenn sem starfa árið um kring fjarri heimilum sínum njóti ekki einhvers konar skattaívilnunar eins og allir aðrir launþegar þessa lands. En eins og allir þekkja þá eru greiddir skattfrjálsir dagpeningar til annarra launþega þegar þeir þurfa að starfa fjarri sínu heimili. Við slíkt munu sjómenn ekki una.“

Á fundinum var rætt um kröfugerð vegna komandi kjarasamningar við Landsamband íslenskra útvegsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert