15 þúsund hegningarlagabrot

Skráð hegningarlagabrot hjá lögreglu á árinu voru tæplega 15 þúsund, sem er um 7% fækkun frá árinu 2009. Skráð umferðarlagabrot voru um 54.500 á árinu sem jafngildir 149 brotum á dag að meðaltali.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um þróun afbrota á árinu 2010.  Þar kemur fram, að auðgunarbrot, eignaspjöll, skjalafals og nytjastuldir eru færri en árið 2009. Áfengislagabrot, brot gegn friðhelgi einkalífs, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnabrot eru hins vegar fleiri.

Alls voru kærð 328 kynferðisbrot á þessu ári sem er 2% fjölgun frá síðasta ári. 

13 þjófnaðir og 8 innbrot á sólarhring

Á árinu 2010 voru þjófnaðir og innbrot 91% allra auðgunarbrota en skráðir voru 4903 þjófnaðir og 2834 innbrot. Þjófnaðir eru því um 200 brotum færri í ár en í fyrra en innbrot um 700 færri sem er um 20% fækkun.  Innbrot og sérstaklega þjófnaðir voru þó fleiri í ár en árið 2008. Framin voru að meðaltali 13 þjófnaðir á sólarhring og um átta innbrot.

Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á tæp 27 kg af maríjúana það sem af er ári 2010, tæp 15 kíló af hassi, rúm 11 kg af amfetamíni og rúmlega 15.000 e-töflur. Þá var lagt hald á 25.515 ml af amfetamínbasa. 

Skýrsla um afbrot 2010

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert