Skattar hækka um milljarð

Auknir skattar leggjast bæði á Icelandair og farþega.
Auknir skattar leggjast bæði á Icelandair og farþega. mbl.is/Gnúpur

Skattar á félög innan Icelandair Group hækka á næsta ári um rúmlega einn milljarð króna. Um er að ræða farþegaskatta, gistináttagjald og ýmislegt fleira. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að þessar hækkanir geti haft áhrif á eftirspurn.

Hann segist ekki tilbúinn til að svara því hvort þessar skattahækkanir leiði til þess að fyrirtækið endurskoði áform um fjölgun ferða á næsta ári. Skattahækkanir hafi hins vegar áhrif á verð flugferða.

„Okkur sýnist að á næsta ári sé þetta rúmlega milljarður sem leggst ýmist beint á farþegana og eða á félögin. Við þurfum að sjálfsögðu að horfa til þess hvernig við náum þessu inn, sem væntanlega verður með hærri fargjöldum,“ sagði Björgólfur.

Björgólfur sagði skattahækkanir á innanlandsflugið sérstaklega íþyngjandi þar sem það hefði átt undir högg að sækja. Skattar á innanlandsflugið myndu hækka um 250 milljónir og 320 milljónir miðað við 12 mánuði. Hann sagði að þetta þýddi verulega hækkun á fargjöldum innanlands.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert