Vill nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, leggur til að mynduð verði ný ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma en síðan verði boðað til kosninga.

Í Morgunblaðinu í dag gera formenn stjórnmálaflokkanna upp árið sem er að líða og horfa fram á veg. Sigmundur Davíð segir að skapa þurfi aðstæður sem laði fram það besta í öllum. „Því legg ég til við forystumenn annarra flokka að við hittumst hið bráðasta og freistum þess að ná saman.“

Festist ekki í stjórnleysi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í sinni grein að við áramót verði kaflaskil sem Íslendingar eigi að nýta til staldra við og huga að forgangsröðun okkar.

„Á nýju ári þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að þjóðin festist ekki í þeim ágreiningi og stjórnleysi sem einkennt hefur þetta ár. Framtíðarkynslóðir þessa lands eiga það skilið að við einhendum okkur í að ræða framtíðina og tökumst sameiginlega á við verkefnin. Virkjum aflið sem býr í þjóðinni og þá mun gæfan fylgja okkur áfram," segir Bjarni.

Réttlætið virðist enn innan seilingar

Margrét Tryggvadóttir, formaður þinghóps Hreyfingarinnar, segist vera bjartsýn á framtíðina þótt réttlætið virðist enn handan seilingar.

„Íslendingar hafa ítrekað sýnt stjórnvöldum að þeir láta ekki bjóða sér aðgerðar- og úrræðaleysi og að sérhagsmunir fámennra hópa séu teknir fram fyrir almannahag. Þar sem er óréttlæti er einnig ófriður. Þar til réttlætið nær fram að ganga geta stjórnvöld búið sig undir róstusama tilveru," segir Margrét.  

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.
Margrét Tryggvadóttir.
Margrét Tryggvadóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert