Dýrara að ferðast með strætó

Strætó
Strætó

Vagnar Strætó aka samkvæmt áætlun á helgidögum í dag og er þetta fyrsti dagur ársins sem vagnarnir aka. Fargjöld strætó hækka á morgun og kostar eitt fargjald nú 350 krónur í stað 280 krónur fyrir áramót. Jafnframt er dregið úr akstri strætó seint á kvöldin en sú breyting tekur væntanlega gildi í næsta mánuði.

Stjórn Strætó samþykkti í síðasta mánuði að hækka fargjöld í fyrsta sinn frá því í janúar 2007. Þetta er gert til að mæta því að fargjaldatekjur Strætó hafa rýrnað um u.þ.b. helming að raunvirði frá stofnun Strætó bs. árið 2001 þar sem fargjöld hafa ekki haldið í við almenna verðlagsþróun frá þeim tíma.

Eigendur Strætó bs., sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu jafnframt draga úr framlögum sínum til Strætó bs. á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framlögin lækki um 5% milli áranna 2010 og 2011 og þar sem framlög eigendanna eru um 83% af tekjum Strætó bs. þýða minni framlög að hagræða þarf í rekstri. Til að mæta því verður dregið úr þjónustu á þeim tíma sem fæstir nota strætó, segir á vef Strætó.

Fargjöld Strætó munu hækka á bilinu 5% til 25%. Minnst hækkun verður á 20 miða kortum barna og ungmenna.

Eldri borgara afsláttur miðast við 70 ár ekki 67 ár líkt og áður

Einnig verður ákveðin kerfisbreyting á fargjöldum 6 – 18 ára. Þessi aldurshópur mun ekki lengur geta keypt stakt fargjald í strætisvögnum á sérstöku verði, en sú nýjung var tekin upp árið 2007 að börn og ungmenni gátu keypt staka ferð á 100 krónur. Börnum og ungmennum mun hins vegar áfram bjóðast sérstök 20 miða kort, þar sem börn 6-12 ára greiða 40 krónur fyrir ferðina (6,7% hækkun) og ungmenni 12-18 ára 105 krónur fyrir ferðina (5% hækkun). Jafnframt verður gerð sú breyting að afsláttur eldri borgara mun miðast við 70 ára aldur í stað 67 áður.

Fjölga vögnum á annatíma

„Þjónustuaðlögun Strætó miðast við þann tíma sem fæstir nota strætó, þ.e. að kvöldi til og að morgni um helgar. Hins vegar verður ekki dregið úr akstri að degi til virka daga og þannig reynt að tryggja að þjónustuaðlögunin hafi áhrif á eins fáa notendur strætó og hægt er.

Ennfremur er gert ráð fyrir að Strætó muni bregðast við aukinni eftirspurn á annatímum með aukinni notkun stærri strætisvagna og fleiri viðbótarvagna þegar flestir eru á ferðinni. Nánari útfærsla á þjónustuaðlögun verður kynnt síðar, en gert er ráð fyrir að hún komi til framkvæmda í febrúar," segir á vef Strætó.


Farmiða barna og ungmenna má panta á Strætó.is og fá senda heim eða sækja þá á sölustöðum á Hlemmi eða í Mjódd. Farmiðana má einnig kaupa á Hlemmi og í Mjódd, í Kringlunni og Smáralind, ákveðnum íþróttamiðstöðvum og sundlaugum og fleiri útsölustöðum. Ítarlegan lista útsölustaða má jafnframt finna á vef Strætó

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

Í gær, 17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
Hreinsa þakrennur, ryðbletta þök o.fl
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...