Átökin verða mest um ESB-stefnu VG

Tekist var á um aðildarumsókn Íslands að ESB þegar flokksráð …
Tekist var á um aðildarumsókn Íslands að ESB þegar flokksráð VG hittist í Hagaskóla í lok nóvember. mbl.is/Eggert

Allt bendir til þess að hart verði tekist á um ýmis mál á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á morgun.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki búist við því að til persónulegs uppgjörs komi á fundinum á milli flokksforystunnar og þeirra þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í desember.

Í fréttaskýringu um fundinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að viðmælendur úr röðum VG telji að sennilega verði hart tekist á um Evrópusambandsmál, bæði aðildarumsókn Íslands og ekki síður um það aðlögunarferli að regluverki Evrópusambandsins, sem stór hluti VG telur að sé þegar komið á fulla ferð, þvert á það sem lagt var upp með, þegar VG samþykkti með semingi að sækja um aðild að ESB.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur myndast nokkuð breið samstaða um það innan VG, bæði í þingflokknum og meðal hins almenna félagsmanns, að nauðsynlegt sé að ljúka þeirri umræðu um stefnu VG í Evrópusambandsmálum, sem hófst fyrir alvöru á flokksráðsfundi VG í nóvember sl. og henni verði að ljúka með því að breytt verði um kúrs. Það verði aldrei nein samstaða um það innan VG að halda áfram á sömu braut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert