RÚV vill kaupa HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta á æfingu í Framheimilinu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á æfingu í Framheimilinu. mbl.is/Ernir

Ríkisútvarpið hefur sent 365 miðlum tilboð um að kaupa sýningarréttinn á heimsmeistaramótinu í handbolta í næstu viku á sama verði, og 365 greiddi fyrir hann. Að auki vill RÚV greiða 365 20% álag til að bæta fyrirtækinu upp undirbúningskostnað af ýmsu tagi.

Þetta kemur fram í bréfi, sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur sent Ara Edwald, forstjóra 365 miða. 

Þar segir að tilboðið sé lagt fram vegna  mikillar og vaxandi óánægju með að HM í handbolta, sem hefst í Svíþjóð í næstu viku, skuli verða í læstri útsendingu.

RÚV skuldbindur sig til að virða alla samninga sem 365 hafi gert við þriðja aðila,  svo sem kostendur, auglýsendur o.fl., eða endursemja við þá eftir atvikum. Þá yrði 365 heimilt að sýna alla leikina a HM samhliða RUV og vinna úr útsendingunum allt það ítarefni, sem fyrirhugað var til þáttagerðar og annarra nota.

Tilboðið gildir til klukkan 17 á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert