Segir iðnaðarráðuneytið hafa brotið á umsækjanda

Róbert R. Spanó, fyrrum settur umboðsmaður alþingis.
Róbert R. Spanó, fyrrum settur umboðsmaður alþingis. Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður alþingis segir að iðnaðarráðuneytið hafi brotið á Ragnhildi Sigurðardóttur, vistfræðingi, við meðhöndlun umsóknar hennar þegar ráðið var í starf á vegum ráðuneytisins árið 2008. Ragnhildur var sögð ekki njóta trausts vegna skoðana sinna og að það hafi haft áhrif þegar umsókn hennar var tekin til skoðunar.

Ragnhildur sótti um starf starfsmanns verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Umboðsmaður segir í áliti sínu að iðnaðarráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að það hefði hagað undirbúningi þeirrar ákvörðunar að ráða í umrætt starf í samræmi við rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga.

Álit umboðsmanns má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert