Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ

Kópavogur.
Kópavogur.

Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála hjá velferðarráðuneytinu vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Er þetta fyrsta kæran sem send er eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra frá ríkinu.

Blindrafélagið segir, að Kópavogsbær sniðgangi lögboðna skyldu sína til að veita fötluðum fullnægjandi ferðaþjónustu. Í stað þess að veita fötluðum ferðaþjónustu, sem sé í samræmi við þarfir þeirra og fötlun, veiti Kópavogsbær öllum eins þjónustu óháð öllum atvikum að aðstæðum.

Þetta sé sambærilegt við það að Kópavogsbær væri skuldbundinn til að veita sjúklingum lyf og leysti þá skyldu með því að veita öllum sömu lyf óháð því hvaða sjúkdóm þeir væru með.

Vefur Blindrafélagsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert