Engin lögregla í Búðardal

Frá Búðardal.
Frá Búðardal. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarstjóra Dalabyggðar þykir það sérkennileg þróun að leggja niður lögregluvarðstöðina í Búðardal á sama tíma og umferð um Dalabyggð fer vaxandi.

Búðardalur tilheyrir lögregluumdæmi Borgarfjarðar og Dala og hefur þar verið einn lögreglumaður starfandi en nú stendur til að leggja þá stöðu niður og að lögreglan í Borgarnesi muni sinna eftirliti og útköllum.

„Við erum að tala um þrjár milljónir sem munu sparast, það kostar ekki nema þrjár milljónir að halda þessari stöð opinni,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri. Hann segir sveitarstjórn Dalabyggðar leggjast gegn þessari ákvörðun og hafi hún komið á framfæri mótmælum og óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. „Við viljum fá útskýringar og helst leiðréttingu á þessu.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert