Reykdal ekki samþykkt sem eiginnafn

Mannanafnanefnd hefur hafnað ósk um, að ættarnafnið Reykdal verði fært á mannanafnaskrá sem eiginnafn. Telur nefndin, að nafnið myndi brjóta í bága við íslenskt málkerfi.

Nefndin bendir á, að hér á landi hafi sum ættarnöfn jafnframt tíðkast sem eiginnöfn. Þetta eru ættarnöfn, s.s. Smári, Þór, Viðar o.s.frv., sem formsins vegna geti alveg eins verið eiginnöfn. Slík notkun hafi verið látin átölulaus.

Þá kemur fram í umfjöllun nefndarinnar, að nafnið Reykdal eigi sér einhverja sögu í íslensku sem eiginnafn. Árið 1994 báru 10 karlar og 8 konur nafnið sem annað nafn. Þá voru 5   Reykdalssynir til.  Nafnið sé hins vegar ekki á mannanafnaskrá.

Nefndin hafnaði einnig eiginnafninu Thaliu en samþykkti eiginnöfnin Mýrún og Ismael og millinafnið Hnífsdal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert