Frægur vegur hverfur á brott

Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, …
Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar. mbl.is

Næsta sumar mun vegarkaflinn um Skálanes, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar í Barðarstrandasýslu hverfa, þegar Vegagerðin leggur nýjan þriggja kílómetra langan veg fyrir ofan bæinn.

Frá þessu segir á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði.

Þar segir að  vegarkaflinn skipar sess í kvikmyndasögu Íslands, fyrir 20 árum hafi verið tekið þar upp frægt atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, tilnefnd var til Óskarsverðlauna.

Nú fer hver að verða síðastur að aka þennan sögufræga veg. Tilboð í verkið verða opnuð í næstu viku og í útboðsgögnum er kveðið á um að nýi vegurinn eigi að vera tilbúinn 1. nóvember næstkomandi.

Frétt Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert