Á Hraunið eftir yfirheyrslur

Lögreglumenn fylgja Sigurjóni Þ. Árnasyni út úr húsnæði sérstaks saksóknara …
Lögreglumenn fylgja Sigurjóni Þ. Árnasyni út úr húsnæði sérstaks saksóknara í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta bankans, voru yfirheyrðir klukkustundum saman í dag í húsakynnum sérstaks saksóknara í tengslum við ætlaða markaðsmisnotkun Landsbankans. Þeir voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag og voru því fluttir á Litla Hraun þegar yfirheyrslum lauk.

Yfirheyrslum yfir Sigurjóni og Ívari var lokið um sjöleytið en aðrir voru yfirheyrðir frammeftir kvöldi.

Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, gengur rannsókn málsins vel en þó er of snemmt að segja nokkuð til um ákærur eða hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fleirum. Vegna umfangs málsins segir Ólafur þó einsýnt að fleiri verði boðaðir í yfirheyrslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert