Níu ára barni með skólatösku vísað úr strætó

mbl.is/ÞÖK

Níu ára gömlum dreng var vísað út úr strætó á Hverfisgötunni í gærmorgun vegna þess að hann var aðeins með 100 krónur á sér, en fargjöld fyrir börn hækkuðu nýlega úr 100 kr. í 350 kr.

Bjarni Freyr Kristjánsson, faðir drengsins, furðar sig á þessari framkomu. „Það er nýbúið að hækka fargjaldið í 350 kr. Strætóbílstjórinn vísaði 9 ára gömlu barni með skólatösku út úr vagninum kl. 8:10 að morgni til. Þetta finnst mér ótrúleg framkoma.“

Bjarni sagði að drengurinn hefði orðið hræddur og sár. Hann hefði síðan hlaupið í skólann, en hann stundar nám í Melaskóla. Hann mætti því of seint í skólann. Bjarni sagði að móðir drengsins ætti ekki bíl og þyrfti því að treysta á þjónustu strætó.

Bjarni sagðist hafa haft samband við strætó og kvartað undan þessari framkomu. Hann hefði fengið þau svör að þetta mál yrði skoðað og jafnframt hefði verið beðist afsökunar. Bjarni sagði eðlilegt að strætó gæfi fólki lengri aðlögunarfrest því ekki hefðu allir áttað sig á að búið væri að hækka fargjaldið svona mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert