„Skipið elti mig upp“

Sigurður Vopni Viggósson, Viggó sigmaður og og Benóný flugstjóri.
Sigurður Vopni Viggósson, Viggó sigmaður og og Benóný flugstjóri. Árni Sæberg

„Þetta var með því erfiðara, sem ég hef lent í, kannski það erfiðasta,“ sagði Viggó Sigurðsson, sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Viggó seig eftir skipverja á litháíska flutningaskipinu Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá í fyrradag.

Veður var mjög slæmt, mikil ölduhæð og skipið lítt hlaðið þannig að það valt mikið.

„Aðstæður voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Viggó. „Skipið var tómt og haugasjór þannig að skipið dansaði eins og korktappi á öldunum. Vissulega fær maður adrenalín-spark út úr svona átökum og þetta gekk blessunarlega vel. Það skiptir öllu í svona aðgerðum að Landhelgisgæslan ræður yfir góðum mannskap, það er í raun fagmaður í hverju sæti.“

Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNA og TF-LIF, fóru í verkefnið á fimmtudaginn þar sem skipið var svo langt frá landi. Þær eru af gerðinni Super Puma L1 og nánast eins útbúnar. Gná er þó með mun kraftmeira spil og var hún notuð til að hífa skipverjann. Líf var hins vegar send með til öryggis fyrir áhöfn Gnáar. Hugsanlega hefði hún líka getað tekið við ef Gná hefði ekki lokið aðgerðinni, en Líf er með stærri eldsneytistanka.

„Hífingarhraði spilsins í TF-GNÁ er helmingi meiri en á hinni þyrlunni og þetta skipti sköpum,“ segir Viggó. „Þegar verið var að hífa mig upp var spilið sett í botn og Benni [Benóný Ásgrímsson flugstjóri] lyfti þyrlunni samtímis. Skipið elti mig upp lengi vel að mér fannst og bilið milli mín og þess jókst ekkert. Skipið hefur ábyggilega rokkað 10-15 metra á öldunni,“ sagði Viggó.


Skipið valt mikið enda léttlestað og mikill sjógangur.
Skipið valt mikið enda léttlestað og mikill sjógangur. mbl.is/LHG
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert