Semji beint við HS orku

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir úr því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi áhuga á stytta leigutíma HS orku á auðlindum og vilji hugsanlega taka fyrirtækið eignarnámi, væri eðlilegast að ríkið keypti auðlindina af Reykjanesbæ og semdi síðan beint við HS orku.

Árni segir að svo virðist sem það hafi að stórum hluta gleymst í umræðunni um HS orku og Magma að bæjarfélagið fái ríkulegt auðlindagjald að þeim auðlindum sem Magma fékk yfirráð yfir til 65 ára með möguleika á framlengingu um 65 ár, þegar félagið keypti HS orku. Þá skapi orkan mörg hundruð vel launuð störf hérlendis.

Í sameiginlegri yfirlýsingu framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag að bjóða ríkinu að kaupa land og auðlindir sem HS orka nýtir til orkuframleiðslu.

Reykjanesbær fær nú 40 milljónir í leigutekjur af ári vegna orkunnar sem beisluð er í Reykjanesvirkjun og fær 70 milljónir verði að fyrirhugaðri stækkun, að sögn Árna.

Gagnrýni á að Magma ráði nú yfir HS orku hefur ekki síst beinst að því að nú mun erlent fyrirtæki ráða yfir orkuauðlindum á Reykjanesi til næstu 65 ára og getur framlengt til 65 ára í viðbót. Arðurinn renni því úr landi.
Í samtali við mbl.is sagði Árni að úr því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu áhuga á stytta leigutímann og hefðu lýst því yfir að hugsanlega yrði HS orka tekin eignarnámi, væri eðlilegast að ríkið keypti auðlindina af Reykjanesbæ og semdi síðan beint við HS orku, í stað þess að notast hugsanlega við valdboð.

HS orka á tvær virkjanir; í Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Reykjanesbær fær auðlindagjald vegna Reykjanesvirkjunar.  „Reykjanesvirkjun framleiðir 100 MW. Hún selur þessa orku til álvers á Grundartanga. Þar starfa á annað þúsund Íslendingar. Hvernig er hægt að fullyrða að arðurinn fari úr landi. Sveitarfélagið fær auðlindagjald og hins vegar er verið að nýta orkuna í þágu íslenskra starfsmanna sem hafa laun vel yfir meðallaunum. Hvort eigandi virkjunarinnar hafi arð af virkjuninni, það er sjálfsagt mál. Annars myndi hann ekki leggja í þá áhættu sem virkjunin er,“ sagði Árni.

Koma yrði í ljós hvort ríkinu finnist þetta áhugaverður kostur. „Auðlindin er ekki gjöf. Við keyptum hana og höfum byggt upp hugmyndafræði í kringum auðlindagjaldið. Fyrir hana verður að koma verð sem við getum nýtt til að lækka okkar skuldir. Við verðum áfram með skipulagsvaldið á þessu svæði og höfum því ekki áhyggjur af því að afsala okkur einhverju sem hefur áhrif á hagsmuni samfélagsins,“ sagði hann.

Árni benti ennfremur á að Magma hefði aldrei átt auðlindina undir virkjunum HS orku. Auðlindin hefði verið farin úr eignasafni HS orku þegar Magma keypti hlut sinn í HS orku. Þegar uppskiptingin varð á virkjanahluta og dreifingarhluta árið 2008, að tillögu Samfylkingarinnar í þáverandi ríkisstjórn, hefði Reykjanesbær lagt áherslu á að kaupa alla auðlindina af HS orku, þ.e. virkjanahlutanum, áður en bærinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu til Geysis Green Energy.

 Reykjanesbær hefði með þessu eignast land og auðlindir undir virkjun á Reykjanesi og Grindavík eignast land og auðlindir undir virkjun í Svartsengi. Reykjanesbær hefði líka keypt líka meirihluta í dreifingarfyrirtækinu HS veitum og eigi nú 67% í því fyrirtæki. Síðan seldu GGE og Orkuveitan eignarhluti sína í HS orku til Magma, en þá hefði auðlindin einmitt þegar verið komin í eigu Reykjanesbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...