Semji beint við HS orku

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir úr því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi áhuga á stytta leigutíma HS orku á auðlindum og vilji hugsanlega taka fyrirtækið eignarnámi, væri eðlilegast að ríkið keypti auðlindina af Reykjanesbæ og semdi síðan beint við HS orku.

Árni segir að svo virðist sem það hafi að stórum hluta gleymst í umræðunni um HS orku og Magma að bæjarfélagið fái ríkulegt auðlindagjald að þeim auðlindum sem Magma fékk yfirráð yfir til 65 ára með möguleika á framlengingu um 65 ár, þegar félagið keypti HS orku. Þá skapi orkan mörg hundruð vel launuð störf hérlendis.

Í sameiginlegri yfirlýsingu framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag að bjóða ríkinu að kaupa land og auðlindir sem HS orka nýtir til orkuframleiðslu.

Reykjanesbær fær nú 40 milljónir í leigutekjur af ári vegna orkunnar sem beisluð er í Reykjanesvirkjun og fær 70 milljónir verði að fyrirhugaðri stækkun, að sögn Árna.

Gagnrýni á að Magma ráði nú yfir HS orku hefur ekki síst beinst að því að nú mun erlent fyrirtæki ráða yfir orkuauðlindum á Reykjanesi til næstu 65 ára og getur framlengt til 65 ára í viðbót. Arðurinn renni því úr landi.
Í samtali við mbl.is sagði Árni að úr því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu áhuga á stytta leigutímann og hefðu lýst því yfir að hugsanlega yrði HS orka tekin eignarnámi, væri eðlilegast að ríkið keypti auðlindina af Reykjanesbæ og semdi síðan beint við HS orku, í stað þess að notast hugsanlega við valdboð.

HS orka á tvær virkjanir; í Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Reykjanesbær fær auðlindagjald vegna Reykjanesvirkjunar.  „Reykjanesvirkjun framleiðir 100 MW. Hún selur þessa orku til álvers á Grundartanga. Þar starfa á annað þúsund Íslendingar. Hvernig er hægt að fullyrða að arðurinn fari úr landi. Sveitarfélagið fær auðlindagjald og hins vegar er verið að nýta orkuna í þágu íslenskra starfsmanna sem hafa laun vel yfir meðallaunum. Hvort eigandi virkjunarinnar hafi arð af virkjuninni, það er sjálfsagt mál. Annars myndi hann ekki leggja í þá áhættu sem virkjunin er,“ sagði Árni.

Koma yrði í ljós hvort ríkinu finnist þetta áhugaverður kostur. „Auðlindin er ekki gjöf. Við keyptum hana og höfum byggt upp hugmyndafræði í kringum auðlindagjaldið. Fyrir hana verður að koma verð sem við getum nýtt til að lækka okkar skuldir. Við verðum áfram með skipulagsvaldið á þessu svæði og höfum því ekki áhyggjur af því að afsala okkur einhverju sem hefur áhrif á hagsmuni samfélagsins,“ sagði hann.

Árni benti ennfremur á að Magma hefði aldrei átt auðlindina undir virkjunum HS orku. Auðlindin hefði verið farin úr eignasafni HS orku þegar Magma keypti hlut sinn í HS orku. Þegar uppskiptingin varð á virkjanahluta og dreifingarhluta árið 2008, að tillögu Samfylkingarinnar í þáverandi ríkisstjórn, hefði Reykjanesbær lagt áherslu á að kaupa alla auðlindina af HS orku, þ.e. virkjanahlutanum, áður en bærinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu til Geysis Green Energy.

 Reykjanesbær hefði með þessu eignast land og auðlindir undir virkjun á Reykjanesi og Grindavík eignast land og auðlindir undir virkjun í Svartsengi. Reykjanesbær hefði líka keypt líka meirihluta í dreifingarfyrirtækinu HS veitum og eigi nú 67% í því fyrirtæki. Síðan seldu GGE og Orkuveitan eignarhluti sína í HS orku til Magma, en þá hefði auðlindin einmitt þegar verið komin í eigu Reykjanesbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

21:13 Kona villtist á vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Hreinsa þakrennur/ ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...