Heyrt meiri hávaða úr ræðustól

Össur Skarphéðinsson við aðalmeðferð í hádeginu.
Össur Skarphéðinsson við aðalmeðferð í hádeginu. Morgunblaðið/Ómar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri hávaða í ræðustól Alþingis en um þrjátíu mótmælendur framkölluðu 8. desember 2008. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum sem ákærðir eru m.a. fyrir árás á Alþingi.

Össur bar vitni skömmu fyrir hádegið og sagði að ekki hefði verið erfitt að halda þingfund umræddan dag, þrátt fyrir hávaða, enda væri hann ýmsu vanur.

Nokkrum tíma var varið í að fara yfir afrek Össurar sjálfs í sömu sporum og hafði Össur á orði að hann hefði ekki verið handtekinn, og það þrátt fyrir að „innrásin“ þá hefði verið skipulögð af Stúdentaráði Háskóla Íslands. Þá hafi nokkrir lögreglumenn verið í Alþingishúsinu þegar stúdentarnir mættu, og voru fleiri en þrjátíu, en ekkert hafi verið aðhafst.

Þá minntist Össur þess þegar menn í hermannabúningum með eftirlíkingar af byssum birtust á pöllum Alþingis. Þá hafi honum frekar brugðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert