Framkvæmdir í Ofanleiti í biðstöðu

Aðstaða fyrir stjórnlagaþing var útbúin í Ofanleiti 2.
Aðstaða fyrir stjórnlagaþing var útbúin í Ofanleiti 2. mbl.is/Árni Sæberg

Til stóð að stjórnlagaþingið kæmi saman í Ofanleiti 2 þar sem Háskólinn í Reykjavík var áður til húsa. Fjöldi fólks hefur unnið að því að laga húsnæðið að þörfum þingsins.

Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings, segir undirbúningsvinnu við stjórnlagaþingið í ákveðinni biðstöðu eftir ákvörðun Hæstaréttar.

„Við bíðum bara eftir því hvað tekur við. Það mun að líkindum hægja á undirbúningi við stjórnlagaþingið og þær framkvæmdir sem hægt er að stöðva verða stöðvaðar. Við bíðum bara eftir að niðurstaða komist í málið, lítið annað að gera.“

Þorsteinn segir að starfsmenn undirbúningsnefndarinnar muni mæta til starfa í dag en ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhaldið. „Þetta er bara enn eitt verkefnið sem tekur við og maður bara bregst við og vinnur það af heiðarleika og kostgæfni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert