Stjórnlaganefnd mun ljúka öllum sínum verkefnum

Þessi mynd var tekin í Ofanleiti 2 í gær í …
Þessi mynd var tekin í Ofanleiti 2 í gær í sal sem útbúinn hefur verið á 5. hæð fyrir þá 25 einstaklinga sem kjörnir voru á stjórnlagaþing. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing stóð til að þingið kæmi saman eigi síðar en 15. febrúar næstkomandi. Fátt bendir nú til þess að þingið verði sett þann dag en að vonum er undirbúningsvinna á lokastigi.

Tvær nefndir hafa unnið að undirbúningi stjórnlagaþingsins. Annars vegar er það stjórnlaganefnd, sem skipuð var af Alþingi sama dag og lög um stjórnlagaþing voru samþykkt, hinn 16. júní 2010. 

Hins vegar var skipuð undirbúningsnefnd um stjórnlagaþing af forsætisnefnd Alþingis. Þessar nefndir gegndu engu hlutverki við framkvæmd kosninganna heldur var sú vinna á hendi landskjörstjórnar.

Stolt af vinnu stjórnlaganefndar

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir vinnu nefndarinnar á lokastigi. Hún segir að nefndin muni ljúka þeim verkefnum sem gert sé ráð fyrir í lögum.

„Við erum stolt af okkar þætti, sem meðal annars er þjóðfundurinn, sem tókst mjög vel og okkur tókst að skila meginniðurstöðum strax daginn eftir fund. Auk þess höfum við sett saman viðamesta gagnasafn sem til er á landinu um stjórnarskrármál sem er aðgengilegt almenningi á heimasíðu stjórnlagaþingsins.“

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir vinnu nefndarinnar á lokastigi. Hún segir að nefndin muni ljúka þeim verkefnum sem gert sé ráð fyrir í lögum.  Guðrún segir seinasta liðinn í vinnu stjórnlaganefndar að skila inn hugmyndum að stjórnarskrárbreytingu. Sú vinna sé nú á lokastigi.

Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings, segir undirbúningsvinnu við stjórnlagaþingið í ákveðinni biðstöðu eftir ákvörðun Hæstaréttar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert