Ný landskjörstjórn kosin fljótlega

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. mbl/Ómar

Alþingi mun kjósa nýja landskjörstjórn þegar flokkarnir hafa lokið að tilnefna menn til að taka sæti þeirra sem sögðu af sér í dag. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, en hún fékk í kvöld boðsent bréf þar sem fram kom að landskjörstjórn hefði sagt af sér.

Alþingi kaus fimm menn í landskjörstjórn 11. ágúst 2009. Einnig voru fimm menn kosnir til vara, en Ásta Ragnheiður sagði að ekki kæmi fram í bréfinu hvort varamennirnir hefðu líka sagt af sér.

„Næstur skref eru að Alþingi kjósi nýja menn í landskjörstjórn,“ sagði Ásta Ragnheiður þegar hún var spurð um viðbrögð við bréfi landskjörstjórnar. Hún sagðist ekki geta svarað því hvenær ný landskjörstjórn yrði kosin.

Venjan er að stjórnmálaflokkarnir tilnefni fulltrúa til setu í landskjörstjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert