Dæmi um að foreldrar selji rítalín ætluð börnum

Algengasta lyfið við ADHD er rítalín.
Algengasta lyfið við ADHD er rítalín. Friðrik Tryggvason

Dæmi eru um að foreldrar selji Ritalin og skyld lyf sem læknar hafi ávísað til barna sinna. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir.

Upp undir helmingur sjúklinga sem leita til SÁÁ hafa misnotað Ritalin og skyld lyf og stór hluti hafa leyst upp lyfin og sprautað þeim í æð. Fyrr í vikunni var notkunin hér á landi til umræðu eftir að Alþjóðafíkniefnaráð Sameinuðu þjóðanna varaði við mikilli notkun hér á landi, en Vilhjálmur segir að notkunin sé jafnvel meiri en í Bandaríkjunum sem hefur notað langmest af þessum lyfjum hingað til.

 Nær eingöngu er samt um að ræða lyf sem upphaflega eru ávísuð af læknum vegna sjúkdómsgreiningarinnar ofvirkni og athyglisbrestur (ADHD). „Það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur ef ekki er farið eftir klínískum leiðbeiningum um ávísun og meðferð lyfja og leita þarf skýringa í heilbrigðiskerfinu af hverju þessum málefnum er svona illa fyrir komið í okkar litla þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur.

Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að þrengja verulega reglur um ávísun lækna á þessi lyf. Ákvörðunin er tekin til að sporna gegn misnotkun lyfjanna. „Þannig getur t.d. mikil hagnaðarvon ráðið ákvörðun foreldris að selja lyf sem ætlað er barninu sínu. En gleymum ekki að bak við hvern einstakling, hvort sem um sjúkling eða misnotenda er að ræða stendur heil fjölskylda að baki sem reynir mikið á,“ segir Vilhjálmur.

Blogg Vilhjálms um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert