Lilja biðst afsökunar

Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður VG, hefur beðist afsökunar á þeim mistökum sem gerð voru þegar frumvarp um stjórnlagaþing var samþykkt á Alþingi. Áður hafa þingmennirnir Róbert Marshall og Árni Þór Sigurðsson beðist afsökunar vegna sama máls.

„Þegar frumvarpið um stjórnlagaþingið var í þinginu treysti ég á það sem Jóhanna kallar órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærstan hluta VG, enda er ég hvorki lögfræðimenntuð né fulltrúi VG í allsherjarnefnd. Það voru mistök og biðst ég afsökunar á því!“ segir Lilja á facebook-síðu sinni.

Lilja vísar þar til ummæla sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lét falla á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þar sem hún sagði að þrátt fyrir deilur innan VG hefði „vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og trausts samstarfs við formann og stærstan hluta VG ... þetta hinsvegar ekki stöðvað framgang mikilvægra mála ríkisstjórnarinnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert