Ræktunarbúnaður gaf sig

Enn finnst kannabis
Enn finnst kannabis Kristinn Ingvarsson

Upp komst um kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í morgun í kjölfar vatnsleka sem varð í húsinu. Slökkvilið var kallað til vegna mikils leka, en í fyrstu virtist sem einhver hefði dregið fram brunaslöngu og skrúfað frá. Nú er talið að vökvakerfi sem notað var við ræktunina hafi gefið sig.

Að sögn slökkviliðs urðu töluverðar skemmdir vegna lekans, og talið að vatn hafi lekið inn í sjö íbúðir á stigaganginum.

Töluverðar ráðstafanir þarf að gera til þess að rækta kannabis, og koma þarf upp vökva-, hitunar- og ljósabúnaði, og því margt sem getur brugðist. Að sögn lögreglunnar er algengt að upp komist um ræktun með þessum hætti. Húsráðendur voru ekki heima, og því enginn til að fylgjast með því að ræktunin gengi snurðulaust fyrir sig.

Einn hefur verið kærður vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert