Bauluðu á Jón Gnarr

Um þúsund manns kom saman framan við Ráðhúsið í Reykjavík eftir hádegið í dag til að mótmæla niðurskurði á sviði tónlistarfræðslu. Áætlað er að verulegur niðurskurður verði á framlögum Reykjavíkurborgar til tónlistarkennslu í borginni, frá og með hausti 2011.

Jón Gnarr, borgarstjóri, tók til máls, eftir að formaður félags tónlistarskólakennara og fulltrúi tónlistarnema höfðu flutt sínar ræður. Óhætt er að segja að orð borgarstjóra hafi vakið litla lukku samkomunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert