Kjörið er ótraust

Kosið var til stjórnlagaþings í nóvember.
Kosið var til stjórnlagaþings í nóvember. mbl.is/Golli

Lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Róbert Spanó segja bæði að ekkert í stjórnarskrá virðist útiloka að Alþingi skipi stjórnlagaþingsfulltrúana 25 í ráðgefandi nefnd. Það sé fyrst og fremst pólitískt álitamál fremur en lögfræðilegt.

Ragnhildur og Róbert voru bæði gestir á fundi allsherjarnefndar Alþingis í gær, þar sem fjallað var um ógildingu Hæstaréttar á kosningunni.

„Ég fæ ekki séð að það sé bannað samkvæmt stjórnarskrá, en mér fyndist það mjög óheppilegt, þar sem Alþingi væri að byggja á niðurstöðum kosninga sem er búið að segja að séu ógildar,“ segir Ragnhildur.

Róbert segir að ef rökstuðningurinn fyrir þeirri leið að skipa fulltrúana í nefnd eigi að byggjast á niðurstöðu kosninganna, þá þurfi að horfa til þess að Hæstiréttur ógilti kosningarnar. „Undirliggjandi forsenda fyrir kjöri þessara einstaklinga er því brostin. Það er að segja, kjör þeirra er ótraust í ljósi þessarar niðurstöðu Hæstaréttar.“

Allsherjarnefnd mun funda um möguleikana í stöðunni með innanríkisráðuneytinu síðar í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert