Skattkerfisbreytingar tekist vel

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Eggert Jóhannesson

„Í öllum meginatriðum hafa aðgerðir á sviði skattamála verið vel heppnaðar og náð tilætluðum árangri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Skattastefna ríkisstjórnarinnar er nú rædd utan dagskrár Alþingi.

Upphafsmaður umræðunnar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Sigmundur gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að „refsa fyrir uppbyggingu og verðlauna stöðnun.“ Í stað þess að skattkerfið hafi verið lagað að þeim raunveruleika sem Íslendingar búa við, hafi breytingar ríkisstjórnarinnar haft þveröfug áhrif.

Steingrímur segir markmið stjórnvalda í skattheimtu séu fjórþætt: Tekjuöflun ríkisins, breytt dreifing skattbyrði, skattkerfið verði grænt og að skattalegum ívilnunum sé beitt til þess að stuðla að tilteknum markmiðum, til dæmis ýmiss konar uppbyggingu. Aðgerðir stjórnvalda í þessa átt hafi heppnast vel.

Sigmundur bendir á hið aukna flækjustig skattkerfisins, og segir Alþingi hafa „leitt í lög skattareglur sem ekki fást staðið stærðfræðilega, jafnvel þótt leitað sé til færustu algebrumanna.“

Algjört skilningsleysi á eðli skatta

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir gagnrýni Sigmundar á skattastefnuna. Hann bendir til dæmis á það að svokallaðir grænir skattar snerti lágtekjufólk rétt eins og aðra. Hagfellt tekjuskattskerfi segi ekki alla söguna.

„Ríkisstjórnin hefur engan skilning á því að það sé samhengi milli skattstofna og skattprósentu. Hún sér það ekki hvernig kakan hefur minnkað, og minnkar enn. Hún sér ekki hvernig fjárfesting er komin í algjört lágmark, fjárfesting sem á að skapa atvinnu meðan á henni stendur og á að skapa atvinnu til framtíðar,“ segir Pétur.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði áherslu á mikilvægi tekjujöfnunarhluverk skattkerfisins. Mikilvægt sé að jafna tekjur til þess að ýta undir félagslega samheldni. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafi náð miklum árangri í þessa átt.

Sigmundur gætti þess að benda ekki aðeins á það sem hann sér sem neikvæðar hliðar skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Átaksverkefnið „Allir vinna“ hafi til að mynda heppnast vel, og umsvif iðnaðarmanna aukist vegna þess. „Má ekki yfirfæra þetta verkefni yfir á þjóðfélagið í heild?“ spyr Sigmundur.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, hélt á lofti mikilvægi félagslegs réttlætis, og benti á það að skattar á 3.500 tekjuhæstu Íslendingana skiluðu hærri fjárhæð en sem þyrfti til þess að reka sjúkrahúsið á Akureyri. Mikilvægt sé að halda áfram í þeirri sókn.

„Þessi ríkisstjórn hefur hækkað alla meginskatta í landinu. Líka alla sérskatta. Ég hef allavega ekki fundið neitt dæmi um skatt sem þessi ríkisstjórn hefur ekki hækkað,“ sagði Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Lægra þrep virðisaukaskatts,“ heyrðist fjármálaráðherra þá segja úr sæti sínu.

mbl.is

Innlent »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...