Íslensk kona dæmd í Perú

Jóna Sveinsdóttir, tæplega fertug fimm barna móðir, sem handtekin var með tvö kíló af kókaíni í fórum sínum fyrir tæpu ári á Jorge Chavez flugvellinum í Lima, höfuðborg Perú, var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tveimur vikum. Vonir standa til þess að Jóna þurfi ekki að afplána nema tvö og hálft ár. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Jóna, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan hún var handtekin, afplánar í alræmdu kvennafangelsi í Lima. Börn hennar eru í umsjá vina og vandamanna. Jóna á að hafa farið í smyglferðir af þessu tagi áður og þegið 800 þúsund krónur fyrir hverja ferð en að hennar sögn voru þær skipulagðar af norskum vini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert