Óánægja kemur ekki á óvart

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki koma á óvart að einhverjir verði ósáttir við þá niðurstöðu fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka Icesave-málinu á þeim grunni sem nú liggur fyrir. Einstakir sjálfstæðismenn hafa í dag lýst óánægju sinni með afstöðu flokksins.

„Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefur verið breið samstaða um þetta,“ segir Bjarni. Hann segir það ekki með nokkrum fögnuði gert að menn taki þátt í því að leggja skuldbindingar á þjóðina.

„Það kemur mér því ekki á óvart að einhverjir verði ósáttir við þessa niðurstöðu. En þegar menn hafa ígrundað málið jafn gaumgæfilega og við höfum gert og sannfærst um að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu svona. og eftir þann gríðarlega mikla árangur sem náðst hefur með því að spyrna við fótum gegn þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin hefur haldið á lofti, þá er ég sannfærður um að það er verið að gera rétt,“ segir hann.

„Okkar barátta í þessu máli hefur haft grundvallaráhrif á að kollvarpa fyrri áætlunum ríkisstjórnarinnar í málinu og hennar skömm er mikil og ævarandi fyrir það hvernig hún gekk fram. Það er vegna framgöngu okkar hér í þinginu sem þessi árangur hefur náðst og við erum að fylgja þeim árangri eftir,“ segir Bjarni.

Fráleitt að við séum að skipta um skoðun

Spurður hvort sjálfstæðismenn séu ekki að taka nýja stefnu í Icesave-málinu, neitar Bjarni því. „Það er mjög góð spurning og einhverjir velta því fyrir sér. Skoðum sögu málsins. Ég var þeirrar skoðunar strax á haustdögum ársins 2008 að það ætti að leita sátta um lausn þessa máls. Samningsstaða okkar í viðræðum við Breta og Hollendinga mótast af því að við teljum okkur ekki hafa lagalega skuldbindingu. Það er engin skýr lagaleg skuldbinding til að veita ríkisábyrgð fyrir lágmarkstryggingunni. Þessa stöðu hafði ríkisstjórnin gefið eftir í fyrri samningum. En eftir að þjóðin reis upp gegn þeirri niðurstöðu, þá voru viðmælendur okkar knúðir til þess að gefa eftir og þeir hafa gert það stórkostlega frá fyrri hugmyndum.

Vaxtalækkunin ein og sér er hátt í 200 milljarðar miðað við fyrri samning. Það er óumdeilanlegt að þessi samningur ber með sér að ríkin eru hvert um sig að leggja sitt af mörkum til þess að ljúka deilunni. Þess vegna finnst mér það fráleitt að halda því fram að við séum að skipta um skoðun. Við erum að styðja við samning sem við sögðum að væri hægt að ná í upphafi,“ segir Bjarni.

Hagsmunamat ræður

-En eftir stendur að ekki er skýr lagaleg skuldbinding fyrir ríkisábyrgðinni?

„Það er hagsmunamat sem ræður því hvort menn vilja láta reyna á réttarstöðu sína eða ganga að þeim skilmálum sem hér hefur samist um. Það hefur aldrei neitt annað vakað fyrir mér í þessu máli en að vinna þjóðinni gagn og standa þannig að málinu að það þjóni hagsmunum almennings best,“ segir Bjarni.

Aðspurður hvort hann hafi orðið var við óánægju innan Sjálfstæðisflokksins í dag vegna þessarar niðurstöðu þingmanna flokksins og hvort hann hafi áhyggjur af áhrifum þessa innan Sjálfstæðisflokksins segist Bjarni hafa orðið var við einhverja óánægju vegna þessarar afstöðu.

„Ég ber fulla virðingu fyrir því að sumir vilji láta reyna á réttarstöðu okkar með því að hafna þessum samningum og slíta samskiptum við Bretland og Holland. Ég hef skoðað þann valkost mjög gaumgæfilega og ég tel að þetta sé skynsamlegri leið.“

mbl.is

Innlent »

12 ára slasast í mótorkross

21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...