Óánægja kemur ekki á óvart

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki koma á óvart að einhverjir verði ósáttir við þá niðurstöðu fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka Icesave-málinu á þeim grunni sem nú liggur fyrir. Einstakir sjálfstæðismenn hafa í dag lýst óánægju sinni með afstöðu flokksins.

„Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefur verið breið samstaða um þetta,“ segir Bjarni. Hann segir það ekki með nokkrum fögnuði gert að menn taki þátt í því að leggja skuldbindingar á þjóðina.

„Það kemur mér því ekki á óvart að einhverjir verði ósáttir við þessa niðurstöðu. En þegar menn hafa ígrundað málið jafn gaumgæfilega og við höfum gert og sannfærst um að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu svona. og eftir þann gríðarlega mikla árangur sem náðst hefur með því að spyrna við fótum gegn þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin hefur haldið á lofti, þá er ég sannfærður um að það er verið að gera rétt,“ segir hann.

„Okkar barátta í þessu máli hefur haft grundvallaráhrif á að kollvarpa fyrri áætlunum ríkisstjórnarinnar í málinu og hennar skömm er mikil og ævarandi fyrir það hvernig hún gekk fram. Það er vegna framgöngu okkar hér í þinginu sem þessi árangur hefur náðst og við erum að fylgja þeim árangri eftir,“ segir Bjarni.

Fráleitt að við séum að skipta um skoðun

Spurður hvort sjálfstæðismenn séu ekki að taka nýja stefnu í Icesave-málinu, neitar Bjarni því. „Það er mjög góð spurning og einhverjir velta því fyrir sér. Skoðum sögu málsins. Ég var þeirrar skoðunar strax á haustdögum ársins 2008 að það ætti að leita sátta um lausn þessa máls. Samningsstaða okkar í viðræðum við Breta og Hollendinga mótast af því að við teljum okkur ekki hafa lagalega skuldbindingu. Það er engin skýr lagaleg skuldbinding til að veita ríkisábyrgð fyrir lágmarkstryggingunni. Þessa stöðu hafði ríkisstjórnin gefið eftir í fyrri samningum. En eftir að þjóðin reis upp gegn þeirri niðurstöðu, þá voru viðmælendur okkar knúðir til þess að gefa eftir og þeir hafa gert það stórkostlega frá fyrri hugmyndum.

Vaxtalækkunin ein og sér er hátt í 200 milljarðar miðað við fyrri samning. Það er óumdeilanlegt að þessi samningur ber með sér að ríkin eru hvert um sig að leggja sitt af mörkum til þess að ljúka deilunni. Þess vegna finnst mér það fráleitt að halda því fram að við séum að skipta um skoðun. Við erum að styðja við samning sem við sögðum að væri hægt að ná í upphafi,“ segir Bjarni.

Hagsmunamat ræður

-En eftir stendur að ekki er skýr lagaleg skuldbinding fyrir ríkisábyrgðinni?

„Það er hagsmunamat sem ræður því hvort menn vilja láta reyna á réttarstöðu sína eða ganga að þeim skilmálum sem hér hefur samist um. Það hefur aldrei neitt annað vakað fyrir mér í þessu máli en að vinna þjóðinni gagn og standa þannig að málinu að það þjóni hagsmunum almennings best,“ segir Bjarni.

Aðspurður hvort hann hafi orðið var við óánægju innan Sjálfstæðisflokksins í dag vegna þessarar niðurstöðu þingmanna flokksins og hvort hann hafi áhyggjur af áhrifum þessa innan Sjálfstæðisflokksins segist Bjarni hafa orðið var við einhverja óánægju vegna þessarar afstöðu.

„Ég ber fulla virðingu fyrir því að sumir vilji láta reyna á réttarstöðu okkar með því að hafna þessum samningum og slíta samskiptum við Bretland og Holland. Ég hef skoðað þann valkost mjög gaumgæfilega og ég tel að þetta sé skynsamlegri leið.“

mbl.is

Innlent »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...