SUS gagnrýnir þingmenn Sjálfstæðisflokks

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna  gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave-frumvarp.

Segir í ályktun sambandsins, að  nefndaráliti sem þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi lagt fram í dag sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga.
 
„Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu," segir í ályktun sambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert