„Það er óskiljanlegt að óvissunni skuli ekki vera eytt“

Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju í Eyjafirði, krefst þess að ríkisstjórnin ákveði þegar í stað hvaða leið hún hyggst fara við stjórn fiskveiða. Málið þoli enga bið.

Björn segir Alþýðusambandið hafa staðið að samkomulagi um sáttaleið og engan vafa leika á því að samtökin vilji klára málið á þeim nótum.

„Ég skil ekki að stjórnvöld þurfi marga mánuði til þess að koma fram með hvað þau hyggjast fyrir. Það var sátt í nefndinni um þessa niðurstöðu, sáttaleiðina, og það er óskiljanlegt að óvissunni skuli ekki vera eytt,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gær.

Sautján bæjarstjórar lýsa stuðningi við tillögur „sáttanefndarinnar“ um samningaleið í grein sem þeir skrifa í Morgunblaðið í dag. Þær séu skynsamleg leið til sátta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert