Styður frestun aðildarviðræðna

Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands (t.v.), sést hér á tali við …
Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands (t.v.), sést hér á tali við framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu, Mariu Damanaki. Reuters

Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands, lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi sínum við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið (ESB) verði slegið á frest þar til Íslendingar gefa eftir í „makrílstríðinu“, eins og fréttavefur The Press and Journal greinir frá.

Skorað var á Benyon á fundi í neðri deild breska þingsins að krefjast þess að ESB fresti aðildarviðræðunum þangað til makríldeilan hefur verið leyst.  „Ég er því fyllilega sammála,“ var svar ráðherrans.

Tom Greatrex, þingmaður sem fer með fiskveiðar og málefni Skotlands í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins, mælti fyrir því í gær að aðildarviðræðunum yrði frestað þar til Íslendingar gæfu eftir í makríldeilunni og semdu um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert