Meniga.is besti íslenski vefurinn

Viggó Ásgeirsson og Ásgeir Örn Ásgeirsson tóku við verðlaununum.
Viggó Ásgeirsson og Ásgeir Örn Ásgeirsson tóku við verðlaununum.

Meniga.is var valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaununum 2010 sem afhent voru síðastliðinn föstudag. Vefir Meniga voru auk þess tilnefndir í þremur öðrum flokkum. Meniga.com var tilnefndur í flokknum besti sölu- og kynningarvefurinn, Meniga.is í flokknum besti þjónustu- og upplýsingavefurinn og farsímavefur Meniga, m.meniga.is, í flokknum besti smá- og handtækjavefurinn.
 
Það eru Samtök vefiðnaðarins sem veita Íslensku vefverðlaunin. Alls bárust yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem Íslensku vefverðlaunin eru haldin.

Í síðustu viku var Meniga valið það fyrirtæki sem kynnti bestu tæknilausnina á Finovate Europe 2011 ráðstefnunni, sem haldin var í London þriðjudaginn 1. febrúar sl. Á ráðstefnunni kynntu 35 fyrirtæki tækninýjungar í banka- og fjármálaþjónustu fyrir rúmlega 400 þátttakendum frá um 40 löndum.  

Vefurinn Meniga.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert