Fregnir af afsögn stórlega ýktar

Síða Árna Páls Árnasonar í morgun.
Síða Árna Páls Árnasonar í morgun.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að fréttir af afsögn sinni séu stórlega ýktar. Brotist var inn á heimasíðu Árna Páls í dag og þar birt tilkynning um að hann hefði ákveðið að segja af sér embætti.

Mbl.is hefur ekki náð tal af Árna Páli, sem er staddur í Brussel, en starfsmaður efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hafði eftir ráðherranum, að fréttirnar af afsögninni væru stórlega ýktar og að hann yrði greinilega að gæta lykilorðsins að heimasíðunni betur. 

Fyrirtækið sem setti upp vefsíðuna hafði engar frekari upplýsingar um málið, en talsmaður þess sagði augljóst að tölvuhakkari hefði brotist inn á síðuna. Hann sagðist engar upplýsingar hafa um hver það hefði verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert