Valtýr hættir sem ríkissaksóknari

Valtýr Sigurðsson
Valtýr Sigurðsson Ómar Óskarsson

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur ákveðið að láta af störfum 1. apríl nk. Embætti ríkissaksóknara verður auglýst á næstu dögum.

Valtýr sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fyrir alllöngu átt rétt á að hætta störfum og hann hefði nú ákveðið að óska eftir að hætta. Það gerir hann með vísun til ákvæða laga. Réttindi ríkissaksóknara við starfslok eru þau sömu og hæstaréttardómara. Valtýr verður 66 ára á þessu ári. Hann hefur verið ríkissaksóknari í þrjú ár. Þar áður var hann forstöðumaður Fangelsismálastofnunar og þar á undan borgarfógeti og dómari.

Embætti ríkissaksóknara verður 50 ára í sumar. Þegar embættið var stofnað var ákæruvaldið flutt frá dómsmálaráðuneytinu til þessa nýja embættis. Tilgangurinn var að auka sjálfstæði ákæruvaldsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert