Íslenskt hunang rannsakað

Hunang og býflugur
Hunang og býflugur

Rannsóknir á hunangi íslenskra býflugna sýna að gróður í nágrenni býflugnabúanna hefur mikið að segja um frjókornin sem safnast í hunangið. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur rannsakað íslenskt hunang.

Margrét Hallsdóttir vann að rannsókninni í samvinnu við Býflugnaræktendafélag Íslands. Í ljós kom að 42 frjógerðir frá enn fleiri plöntutegundum fundust í sýnunum. Þær voru þó aldrei fleiri en 25 í einu sýni og fæstar 18 í sýni.

Algengustu frjógerðirnar eru kenndar við smára og sveipjurtir. Helmingur hunangssýnanna var með meira en 45% af annarri hvorri þessara frjógerða og mátti því kalla það smárahunang eða sveipjurtahunang.

Frétt Náttúrufræðistofnunar Íslands 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert