Undirskriftasöfnun gegn Icesave

Undirskriftasöfnun gegn nýju Icesave-frumvarpi er hafin á netinu á vefsíðunni kjosum.is.

Þar kemur  fram að samtökin Samstaða gegn Icesave standi á bak við undirskrifasöfnunina. Það eru „samtök fjölmargra sem stofnuð eru til þess að berjast gegn því að Ríkissjóður Íslands taki á sig ábyrgð á Icesave- innlánsreikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Samtökin hafa hrint af stað undirskriftasöfnun til að skora á forseta Ísland að staðfesta ekki ný lög sem fela í sér ábyrgð ríkissjóðs á Icesave og vísa þeim til þjóðarinnar,“ eins og segir á vefsíðunni.

Ekki eru sögð nánari deili á aðstandendum undirskrifasöfnunarinnar.

Þegar hafa tæplega 1100 manns skráð sig á síðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert