Kanna hagkvæmni jarðlestakerfis

Könnun á hagkvæmni jarðlestakerfis getur tekið nokkur ár. Þá er …
Könnun á hagkvæmni jarðlestakerfis getur tekið nokkur ár. Þá er eftir að ákveða að ráðast í verkið og því spurning hvenær Reykvíkingar munu ferðast neðanjarðar eins og t.d. Lundúnabúar. mbl.is/Golli

Kennarar og nemendur við verkfræðideild Háskóla Íslands vinna nú að frumkönnun á gagnsemi jarðlestakerfa fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið, sem fengið hefur nafnið Metró, fékk nýverið framhaldsstyrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar upp á 1,5 milljónir króna.

Björn Kristinsson verkfræðingur fer fyrir hópnum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að búið sé með styrkjum að fjármagna um þriðjung verkefnisins en áætlaður kostnaður við hagkvæmniathugunina er um 15 milljónir króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Björn, að til lengri tíma litið geti jarðlestakerfi borgað sig, sé aðeins litið til kostnaðar af bílaflota landsmanna á ári hverju, sem áætlaður er um 150 milljarðar króna að mati FÍB. Skjóta megi á að 10 km langt jarðlestakerfi kosti um 50 milljarða króna, en það sé þá einskiptiskostnaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert