2 í skilorðsbundið fangelsi

Mikill fjöldi fólks var í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mikill fjöldi fólks var í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Sigurgeir

Andri Leó Lemarquis, einn úr röðum nímenninganna svonefndu, var í dag dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á Alþingis og Þór Sigurðsson í 60 daga skilorðsbundið fangelsi.

Tvær konur, Sólveig Anna Jónsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, voru dæmdar í 100 þúsund króna sekt en aðrir voru sýknaðir.

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Fjölmenni var í dómhúsinu og var mikil spenna áður en dómurinn var kveðinn upp. Færri komust inn í dómssalinn en vildu.  Eftir að dómurinn var kveðinn upp sátu margir áfram í dómssalnum og ræddu um málið. 

Andri Leó var ákærður fyrir að bíta tvo lögreglumenn og hrinda þingverði á ofn. Þór var m.a. ákærður fyrir að halda hurðinni opinni fyrir hópnum, sem fór inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. 

Ragnar Aðalsteinsson, sem var verjandi fjögurra sakborninga, þar á meðal Sólveigar Önnu og Steinunnar, sagði við mbl.is að ekki væri búið að taka afstöðu til dómsins enn. 

Lára Júlíusdóttir, settur ríkissaksóknari, vildi ekki tjá sig um dóminn að svo stöddu. 

Lára Júlíusdóttir, settur saksóknari í málinu, ræðir við gesti í …
Lára Júlíusdóttir, settur saksóknari í málinu, ræðir við gesti í dómssal. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Ragnar Aðalsteinsson var verjandi fjögurra hinna ákærðu.
Ragnar Aðalsteinsson var verjandi fjögurra hinna ákærðu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert