Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir ári síðan. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjármálaráðuneytið sendi í kvöld forseta Íslands Icesave-lagafrumvarpið sem Alþingi samþykkti fyrr í dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Engin skýr ákvæði eru í lögum um hvað forseti má taka sér langan tíma til að taka ákvörðun um staðfestingu eða synjun lagafrumvarpa.

Forsvarsmenn vefsíðunnar kjosum.is óskuðu í gærkvöldi eftir fundi með forseta Íslands til að ræða um afhendingu undirskrifalistans á síðunni. Að sögn forsvarsmanna síðunnar hefur forsetinn ekki enn svarað hvenær eða hvort sá fundur verði haldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert