Gagnrýna forseta Alþingis

Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins.

Formenn þingflokka Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar gagnrýna Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fyrir að ákveða einhliða að setja atkvæðagreiðslu um Icesave á dagskrá á Alþingi kl. 13.30 í dag ofan í fundartíma þingflokka og á undan hefðbundinni dagskrá án alls samráðs.

Í yfirlýsingunni, sem Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokks og Margrét Tryggvadóttir, formaður þinghóps Hreyfingarinnar, segir, að forseti Alþingis hafi ákveðið að breyta venjubundinni dagskrá þingfundar án samráðs við þingflokk framsóknarmanna og þinghóp Hreyfingarinnar.

„Aðrir flokkar fengu upplýsingar um þetta og breyttu þar með sínum fundartímum. Ástæða þessarar breytingar er þingflokksformönnum kunn. Hún lýtur að því að einn þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er á leið erlendis á vegum Alþingis og því er dagskrá breytt. Þó tilefni ferðarinnar geti verið mikilvægt þá eru vinnubrögðin óásættanleg," segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsingin í heild: 

Forseti Alþingis ákvað án samráðs við þingflokk framsóknarmanna og þinghóp Hreyfingarinnar að breyta venjubundinni dagskrá þingfundar. Einhliða ákvörðun var tekin um að setja atkvæðagreiðslu um Icesave á dagskrá kl.13.30 ofan í fundartíma þingflokka og á undan hefðbundinni dagskrá án alls samráðs.

Aðrir flokkar fengu upplýsingar um þetta og breyttu þar með sínum fundartímum.

Ástæða þessarar breytingar er þingflokksformönnum kunn. Hún lýtur að því að einn þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er á leið erlendis á vegum alþingis og því er dagskrá breytt. Þó tilefni ferðarinnar geti verið mikilvægt þá eru vinnubrögðin óásættanleg.

Þá hljótum við að velta því fyrir okkur hvort forseti Alþingis sé á hlaupum frá lýðræðinu með þessari flýtimeðferð enda rúmlega 30.000 Íslendingar búnir að skrifa undir að Icesave III samkomulagið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og ljóst að þúsundir eiga eftir að bætast þar við.

Undirrituð hörmum þessa ákvörðun forseta , sem setur niður Alþingi, hafnar samvinnu og virðist flýja þjóðina.

Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks framsóknarmanna
Margrét Tryggvadóttir formaður þinghóps Hreyfingarinnar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert