Icesave-samningurinn samþykktur

mbl.is/Ómar

Icesave-samningurinn var samþykktur á Alþingi með 44 atkvæðum gegn 16 atkvæðum. Þrír þingmenn sátu hjá. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG klofnuðu í afstöðu til frumvarpsins.

Þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Það sama gerðu þingmenn Framsóknarflokks, nema Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson sem sátu hjá.  Allir þingmenn Samfylkingar og VG greiddu atkvæði með frumvarpinu nema Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þingmenn VG, sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks samþykktu frumvarpið, nema Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Birgir Ármannsson og Sigurður Kári Kristjánsson sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Guðlaugur Þór Þórðarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Lögin verða nú send til forseta Íslendingar til staðfestingar. Yfir 33 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar.

Já sögðu: Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Mörður Árnason, Oddný Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ólöf Nordal, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Inga Ingadóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svanís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Árni Þór Sigurðsson, Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason. Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Ólafur Gunnarsson, Helgi Hjörvar og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Nei sögðu:  Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson,  Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Lilja Mósesdóttir, Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir.

Hjá sátu: Siv Friðleifsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Steingrímsson.
Þingmenn greiddu atkvæði um Icesave-samninginn í dag.
Þingmenn greiddu atkvæði um Icesave-samninginn í dag. mbl.is/Ómar
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í …
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert